Íshokkí er málið!

Hraði - Gleði - Hreysti


Á þessari síðu viljum við kynna aðeins íshokkí og þá sérstaklega með börn í huga. Þótt mörgum sem sjá myndir af íshokkí í fréttum, þyki fullmikil snerting leyfð, þá er hún með öllu bönnuð í yngri flokkum. Því er íshokkí engu hættulegri íþrótt fyrir börn heldur en aðrar íþróttir.

Ekki þarf mikinn búnað til að hægt sé að byrja í íshokkí og félögin veita hjálp varðandi val á búnaði.

Einsog í fleiri hópíþróttum er keppni í íshokkí flokkaskipt. Yngsti flokkurinn er 7. flokkur en í honum eru öll börn á áttunda ári eða yngri. Mót í yngri flokkum eru svokölluð helgarmót haldin 3-4 sinnum á ári.

Félögin eru flest með skautaskóla fyrir yngstu krakkana þar sem þau byrja á að læra að ná tökum á að skauta. Þegar þau hafa náð tökum á því er meira farið út í að æfa íþróttina sjálfa. Börn allt niður í fjögurra ára aldur geta komið í skautaskólana.

Hér til hliðar eru kynningar á þeim félögum sem æfa og keppa í íshokkí. Einnig er þar tengill inn á heimasíður félaganna þar sem þú getur kynnt þér málið nánar. Íshokkí er hröð og skemmtileg íþrótt, bæði fyrir stelpur og stráka, þar sem börn fá mikla og góða útrás fyrir hreyfiþörf sína.

Veldu skautaskóla í nágrenni við þig !

Björninn

Skautafélagið Björninn er með æfingaaðstöðu sína á svellinu í Egilshöllinni. Félagið er með æfingar fyrir alla flokka.

Skautafélag Akureyrar

Skautafélaga Akureyrar (SA) er með æfingaaðstöðu sína í Skautahöllinni á Akureyri. Félagið er með æfingar fyrir alla flokka.

Skautafélag Reykjavíkur

Skautafélag Reykjavíkur (SR) er með æfingaaðstöðu sína í Skautahöllinni í Laugardal. Félagið er með æfingar fyrir alla flokka.

Er skautafélag í þínu sveitafélagi ?

Hefur þú áhuga á að stofna skautafélag í þínu sveitafélagi ?
» Við skulum hjálpa þér - kynntu þér málið