Einn á einn – Katrín Björnsdóttir
Einn á einn – Katrín Björnsdóttir
Næst í einn á einn ætlum við að skella okkur til Svíþjóðar og heyra í Katrínu Björnsdóttur.
Katrín er að norðan og er dóttir Björns Má Jakobssonar sem flest íshokkí áhugafólk þekkir vel. Í dag spilar hún fyrir Södertälje SK eftir að hafa verið hjá Örebro HK tvö ár þar á undan allt á meðan hún hefur verið fastamaður í kvenna landsliðinu.
– Fullt nafn:
Katrín Rós Björnsdóttir
– Gælunafn:
Stelpurnar hérna kalla mig latina katrina
– Aldur:
21
– Staða á ísnum:
Vörn
– Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokksleikinn þinn?
2016
– Hver er og var fyrirmyndin þín:
Pabbi [Björn Jakobsson]
– Uppáhalds matur eða matsölustaður:
Serrano er fyrsta stopp á Íslandi
– Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik:
Nocco, sunny soda
– Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd:
Friends/ Harry Potter
– Uppáhalds tónlistarmaður eða hvaða lag kemur þér í gírinn:
Justin Bieber
– Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest:
Instagram
– Hver er fyndnasti í liðinu:
Hilma [Hilma Bergsdóttir]

Þarna þekkjum við hana betur, í treyju númer 24
– Hver er verstur í að mæta á réttum tíma:
Klárlega Kolbrún Björnsdóttir og Magda [Magdalena Sulova]
– Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna:
Saga [Saga Blöndal] fer í sturtu fyrir leiki
– Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island:
Herborg [Herborg Geirsdóttir] væri gott sjónvarpsefni
– Hvernig kylfu spilar þú með?
CCM ribcor trigger 10pro
– Besti leikmaður sem þú hefur spilað með:
Sunna [Sunnar Björgvinsdóttir] og svo Bjössi [Björn Jakobsson] í sumarhokkíinu

Katrín spilar núna í SSK í Svíþjóð og er þar liðsfélagi landsliðs fyrirliðans Sunnu Björgvinsdóttur
– Besti þjálfarinn sem þú hefur haft:
Jón Gíslason
– Helsta afrek á ferlinum:
Valin í landsliðið
– Hvaða hokkíreglu myndir þú breyta ef þú gætir:
Ekkert vító bara ot
– Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú:
Körfubolta
– Til hvaða lands langar þig mest að fara:
Bandaríkjana
– Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju:
Sögu [Saga Blöndal] því hún er alltaf roomie og Sunna [Sunna Björgvinsdóttir] af því að ég bý með henni



