SA lagði Fjölni í Egilshöllinni í sínum fyrsta leik á tímabilinu

SA lagði Fjölni í Egilshöllinni í sínum fyrsta leik á tímabilinu

FJO_SA

Seinni leikur laugardagsins var Fjölnir gegn Skautafélagi Akureyrar í meistaraflokki karla. Þetta var fyrsti leikur norðan manna á þessu tímabili. Jafnvægi var með liðunum í fyrsta leikhluta Jóhann Már Leifsson náði forystunni fyrir SA en Andri Helgason jafnaði fyrir Fjölni og staðan var 1-1 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var norðanmanna en þá skoruðu Jóhann Már Leifsson, Marek Vybostok og Uni Blöndal eitt mark hver og staðan var orðin 1-4 fyrir SA eftir annan leikhluta og SA menn komnir í nokkuð þægilega stöðu með leikinn. Í lok leikhluta 2 fékk Brynjar Bergmann brottvísun úr leiknum sem kostað Fjölni að þeir voru einum færri fyrstu 5 mínútur þriðja leikhluta.

SA menn láta ekki svona tækifæri renna sér úr greipum. Ólafur Björgvinsson skoraði 5. mark norðanmanna þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum og SA í yfirtölu. Fjölnismenn fengu 5. manninn sinn inn og það var svolítið eins og þeir væru ekki búnir að átta sig á því að þeir væru orðnir 5 og Atli Sveinsson gékk á lagið og skoraði 6. mark SA. Fjölnismenn tóku við sér um miðbik þriðja leikhlutans, skoruðu tvö mörk á nokkrum mínútum og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk áður en Jóhann Már svaraði og bætti við sjöunda marki SA og þriðja marki sínu.

Fjölnir – SA 3-7 (1-1, 0-3, 2-3)

Yfirlit leiksins á úrslitaþjónustu ÍHÍ

Leikurinn í tölum úr mótakerfi ÍHÍ

Ljósmynd: Gunnar Jónatansson

Upptaka af beinu streymi hér að neðan.

 

Fréttir af ihi.is