Einn á einn – Friðrika Magnúsdóttir
Einn á einn – Friðrika Magnúsdóttir
Næst í einn á einn ætlum við að skella okkur vestur um haf og heyra frá Friðriku Magnúsdóttur, unga SR-ingnum sem í haust hóf nám við Académie Ste-Cécile International School í Windsor, Ontario, Kanada.
Aðspurð segir hún að vel hafi verið tekið á móti henni, aðstaðan frábær og hokkíið gengur vel!
– Fullt nafn:
Friðrika Ragna Magnúsdóttir
– Gælunafn:
Frikka
– Aldur:
16 ára
– Staða á ísnum:
Lang oftast center en spila stundum væng eða vörn ef það vantar.
– Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokksleikinn þinn:
Spilaði fyrsta leikinn minn með mfl kvk 11 ára.

Þrátt fyrir að vera einungis 16 ára hefur hún spilað 59 leiki fyrir kvenna lið SR.
– Hver er og var fyrirmyndin þín:
Hákon [Hákon Magnússon] bróðir minn hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd og er það ennþá.
– Uppáhalds matur eða matsölustaður:
sushi, steiktur fiskur og soðin ýsa!
– Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik:
Gatorade/Powerade og vatn fyrir leik og svo ískalt vatn með klökum eftir leik.
– Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd:
The notebook, 10 things I hate about you og Happy Gilmore. Svo elska ég allar hryllingsmyndir!
– Uppáhalds tónlistarmaður eða hvaða lag kemur þér í gírinn:
Eftir að ég fór út fór ég að hlusta mikið meira á íslenska tónlist t.d lög eins og fjöllin hafa vakað
– Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest:
Instagram og snapchat
– Hver er fyndnasti í liðinu:
Í U18 landsliðinu er það allan daginn Kolbrún Björns [Kolbrún Björnsdóttir] og í SR er það Brynja [Brynja Þórarinsdóttir].

Friðrika hefur skorað 22 stig í einungis 9 leikjum með u18 kvenna landsliðinu
– Hver er verstur í að mæta á réttum tíma:
Í U18 landsliðinu kemst enginn upp með það að mæta seint en í SR er Ylfa Kristín [Ylfa Bjarnadóttir] dugleg í því að mæta alltaf 5 mín fyrir ís en mætir samt einhvernvegin alltaf inn á ís á réttum tíma.
– Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna:
Andrea Diljá [Andrea Bachmann] verður fyrir valinu í bæði Landsliðinu og SR.
– Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island:
Kristínu, [Kristína Davíðsdóttir] hún myndi slá í gegn!!
– Hvernig kylfu spilar þú með:
Hyperlite 2
– Besti leikmaður sem þú hefur spilað með:
Sunna Björgvins [Sunna Björgvinsdóttir], mikill heiður að fá að spila með henni í landsliðinu.
– Besti þjálfarinn sem þú hefur haft:
Get ekki valið á milli Milosar [Miloslav Racansky] og Jón Gísla [Jón Gíslason].
– Helsta afrek á ferlinum:
Að vera fyrst í sögu Ste Cécile Stallions að skora Michigan mark. Svo var líka mjög gaman að hafa tekið þátt í upprisu kvennaliðs SR, ég er ótrúlega stolt af stelpunum mínum í SR sem í dag eru orðnar stórhættulegar í íslensku deildinni.
Hér má sjá myndband af markinu góða!
– Hvaða hokkíreglu myndir þú breyta ef þú gætir:
Allan daginn women’s body checking!! Núna þegar ég spila við bæði lið í Canada og Bandaríkjunum þar sem leyft er miklu meira contact, átta ég mig á því hversu miklu skemmtilegra hokkí verður.
– Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú:
Er lúmskt góð í handbolta
– Til hvaða lands langar þig mest að fara:
Thailands og Króatíu
– Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju:
Ég myndi taka Kristínu [Kristína Davíðsdóttir] og Örnu [Arna Friðjónsdóttir], við myndum skemmta okkur konunglega og ég hef fulla trú á því að við gætum komið okkur af eyjunni!