Mikill hiti í Laugardalnum þegar SR unnu með þremur
Mikill hiti í Laugardalnum þegar SR unnu með þremur
SR hófu aðra umferðina með góðum 6–3 sigri á Fjölni í Skautahöllinni í Laugardalnum í gærkvöld. Heimamenn voru sterkari aðilinn lengst af leiksins og tryggðu sér öll stigin að lokum eftir góða færa nýtingu.
Leikurinn:
SR byrjaði af krafti og komst í 3–1 eftir fyrsta leikhluta þar sem Hákon Magnússon, Matej Houdek og Sölvi Atlason gerðu mörk heimamanna á meðan Hilmar Sverrisson skoraði fyrir Fjölni.
Annar leikhluti var jafn og bættu bæði lið við tveimur mörkum í viðbót þar. Það var svo í þriðja leikhluta þar sem mikið var að gera hjá ritara boxinu þar sem liðin fengu samtals 20 refsímínútur en það var Sölvi Atlason sem gerði eina mark leikhlutans og SR tóku því leikinn 6-3.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Tölfræði:
SR:
Ævar Björnsson 23/26 (88,5%)
Sölvi Atlason 2/0
Hákon Magnússon 1/1
Ævar Arngrímsson 1/1
Gunnlaugur Þorsteinsson 0/2
Kári Arnarsson 1/0
Matej Houdek 1/0
Thorgils Eggertsson 0/1
Rihards Verdins 0/1
Haukur Steinsen 0/1
Heiðar Kristveigarson 0/1
Refsímínútur: 24
Fjölnir:
Tuomas Heikkonen 25/31 (80,6%)
Hilmar Sverrisson 1/1
Falur Guðnason 1/0
Úlfar Andrésson 1/0
Jón Helgason 0/1
Refsimínútur: 10

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
SR fær þannig þrjú stig og kemur sér upp að hlið SA en næsti leikur Topp deildarinnar er næstu helgi þar sem Fjölnir þurfa sigurleik fyrir norðan til að halda í við efstu 2 liðin.



