Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í spennandi viðureign SR og SA í Laugardalnum á laugardag. Leikurinn var stál í stál allan tímann, en SA hafði síðasta orðið og tryggði sér dýrmæt tvö stig með 2-1 sigri í framlengingu.
Leikurinn var markalaus í fyrstu tveimur lotunum þar sem markverðir beggja liða stóðu vaktina með prýði. Í þriðju lotu náði SA forystunni með marki frá Magdalenu Sulova, en Ragnhildur Kjartansdóttir jafnaði fyrir SR þegar tæp mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
Leikurinn fór því í framlengingu, þar sem Kolbrún Björnsdóttir tryggði SA sigur með marki eftir um þriggja mínútna leik.

(Hafsteinn Snær Þorsteinsson)
TÖLFRÆÐI:
SA:
- Magdalena Sulova 1/1
- Eyrún Garðarsdóttir 0/2
- Kolbrún Björnsdóttir 1/0
Shawelee Gaudreault – 21/22 (95.5%)
SR:
- Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
- Berglind Leifsdóttir 0/1
Julianna Thomson – 28/30 (93.3%)

(Hafsteinn Snær Þorsteinsson)
Næsti leikur í Toppdeild kvenna er eftir tæpar 2 vikur þegar SA stelpur fara suður í Egilshöll laugardaginn 6. desember.
