Öruggur sigur gestanna úr Laugardalnum

by | 10 des, 2025 | Fréttir, Toppdeild Karla

Fjölnir og SR mættust í Egilshöllinni síðastliðin sunnudag í Toppdeild karla. Gestirnir úr Laugardalnum höfðu góð tök á leiknum nær allan tímann og unnu að lokum öruggan 1-5 sigur.

Leikurinn: Fjölnir 1 – 5 SR (0-1, 0-2, 1-2)

Það var Styrmir Maack sem opnaði markareikning SR í fyrsta leikhluta og kom þeim í 0-1. Í öðrum leikhluta jók Gunnlaugur Þorsteinsson forystuna áður en Alex Máni Sveinsson bætti við þriðja markinu fyrir SR.

Fjölnir fengu ekki að fagna mikið í þessum leik (Hafsteinn Snær Þorsteinsson)

Fjölnir minnkaði muninn í 1-3 en SR slökkti alla von þeirra stuttu seinna með tveimur mörkum til viðbótar.

Tölfræði:

SR:

  • Alex Máni Sveinsson 1/1
  • Gunnlaugur Þorsteinsson 1/1
  • Styrmir Maack 1/1
  • Kári Arnarsson 0/3
  • Gabriel Gunnlaugsson 1/0

Ævar Björnsson – 27/28 (96.4%)

FJÖLNIR:

  • Hilmar Sverrisson 1/0
  • Jere Koikkalainen 0/1
  • Róbert Pálsson 0/1

Tuomad Heikkonen – 35/40 (87.5%)

(Hafsteinn Snær Þorsteinsson)

Share This