Fjölnir og SA mættust í hörkuleik í Egilshöllinni þar sem gestirnir tryggðu sér sigur í framlengingu með marki frá Silvíu Björgvinsdóttur. Bæði lið fengu fjölmörg færi, en markverðir stóðu sig vel og héldu leiknum spennandi allt til enda.
Leikurinn: Fjölnir 1 – 2 SA (0-0, 0-0, 1-1, 0-1)
Fyrstu tveir leikhlutarnir voru hnífjafnir og engin mörk skoruð. Það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem Kolbrún Björnsdóttir kom SA yfir með góðu marki eftir 26 sekúndna leik. Fjölnir svaraði hins vegar strax 69 sekúndum seinna með marki frá Elísu Sigfinnsdóttir.
Í framlengingunni var það svo Silvía Björgvinsdóttir sem tryggði stigin tvö eftir 26 sekúndna leik í framlengingunni.

Silvía tryggir stigin tvö (Bjarni Baldursson)
Tölfræði:
SA:
- Sólrún Arnardóttir 0/2
- Kolbrún Björnsdóttir 1/0
- Silvía Björgvinsdóttir 1/0
- Magdalena Sulova 0/1
- Sveindís Sveinsdóttir 0/1
Shawlee Gaudreault – 12/13 (92.3%)
FJÖLNIR:
- Elísa Sigfinnsdóttir 1/0
Karítas Halldórsdóttir – 33/35 (94.3%)

Nóg var að gera hjá Karítas í markinu (Bjarni Baldursson)
