Julianna heldur hreinu SR vinnur með tveimur mörkum

by | 11 des, 2025 | Fréttir, Toppdeild Kvenna

SR og Fjölnir mættust á heimavelli SR í Toppdeild kvenna þar sem heimakonur tryggðu sér 2-0 sigur í leik sem einkenndist af agaðri vörn og frábærri markvörslu.

Leikurinn: SR 2 – 0 Fjölnir (1-0, 1-0, 0-0)

Fyrsta mark leiksins kom í lok fyrsta leikhluta þegar Berglind Rós Leifsdóttir skoraði. Í öðrum leikhluta bætti Gunnborg Jóhannsdóttir við öðru marki fyrir SR og þar við sat.

Gunnborg þekkir það vel að skora, og alltaf er það jafn gaman (Hafsteinn Snær Þorsteinsson)

Fjölnir átti erfitt uppdráttar sóknarlega og náði ekki að skora þrátt fyrir 19 skot. Julianna Thomson var í stuði í marki SR og lokaði hreinlega markinu – með 19 varin skot og fullkomna nýtni (100%).

Tölfræði:

SR:

  • Berglind Leifsdóttir 1/0
  • Gunnborg Jóhannsdóttir 1/0
  • Eleonor Alstig 0/1
  • María Eiríksdóttir 0/1
  • Bríet Friðjónsdóttir 0/1

Julianna Thomson – 19/19 (100%)

FJÖLNIR:

Karitas Halldórsdóttir – 30/32 (93.75%)

Fundur (Hafsteinn Snær Þorsteinsson)

Næsti á dagskrá hjá konunum eru landsliðs æfingabúðir fyrir norðan síðustu helgina fyrir jól, verður gaman að fylgjast með því.

Share This