U20 ára landslið Íslands í íshokkí er mætt til Belgrad í Serbíu þar sem heimsmeistaramót IIHF, styrkleikaflokkur II B, fer fram á næstu dögum. Ísland teflir fram ungu og metnaðarfullu liði og blasir við krefjandi verkefni.
Ísland leikur í riðli með Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Ísrael, Hollandi og heimamönnum í Serbíu. Leikið verður í einfaldri umferð þar sem hvert lið mætir öllum hinum einu sinni.
Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Markmenn
Elías Rúnarsson
Elvar Ingi Sigurðarson
Varnarmenn
Haukur Steinsen
Bjartur Westin
Aron Gunnar Ingason
Pétur Egilsson
Viktor Mojzyszek
Finnur Bessi Finnsson
Magnús Sigurður Sigurólason
Sóknarmenn
Ólafur Baldvin Björgvinsson
Haukur Karvelsson
Hektor Hrólfsson
Ýmir Hafliðason Garcia
Freyr Magnússon Waage
Bjarmi Kristjánsson
Bjarki Þór Jóhannsson
Helgi Bjarnason
Alex Máni Ingason
Þorsteinn Óli Garðarsson
Stefán Darri Guðnason
Askur Reynisson
Mikael Darri Eiríksson
Leikir Íslands á HM U20
Allir tímar miðast við íslenskan tíma:
- Sunnudagur: Ísrael – Ísland, kl. 15:00
- Mánudagur: Ísland – Nýja-Sjáland, kl. 11:30
- Miðvikudagur: Holland – Ísland, kl. 11:30
- Fimmtudagur: Ástralía – Ísland, kl. 11:30
- Laugardagur: Ísland – Serbía, kl. 18:30
Beinar útsendingar
Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á
icehockeyiceland.tv

Við hvetjum alla íshokkíaðdáendur til að fylgjast með U20 liðinu á mótinu og styðja strákana í þessari mikilvægu keppni. Umfjöllun, úrslit og leikskýrslur verða birt hér á ishokki.is eftir því sem mótið vindur fram.
