Viktor var maður leiksins í leik gærdagsins með 2 mörk og 1 stoðsendingu.
Það var markaleikur og mikil spenna í Belgrad í gær þegar Ísland mætti Ísrael á HM U20. Leiknum lauk með 5–4 sigri Ísraels eftir að Ísland var inni í leiknum allan tímann og gerði góða atlögu að jafntefli undir lokin.
LEIKURINN: Ísrael 5–4 Ísland (3–2, 1–1, 1–1)
Leikurinn var opinn frá byrjun og liðin skiptust á að skora í fyrsta leikhluta. Ísland hélt í við Ísrael og staðan var 3–2 eftir tuttugu mínútur. Í öðrum leikhluta hélt markasóknin áfram og Ísland jafnaði leikinn í 3–3, en Ísrael fór með 4–3 forystu inn í þriðja leikhluta. Þar náði Ísrael að auka forskotið, en Ísland minnkaði muninn aftur og pressaði á lokakaflanum, án þess þó að jafna. Lokastaðan því naumt 5-4 tap.

Hektor með mark og stoðsendingu í gær
TÖLFRÆÐI
Ísland:
- Viktor Mojzyszek – 2/1
- Hektor Hrólfsson – 1/1
- Bjarni Kristjánsson – 0/2
- Ólafur Björgvinsson – 1/0
- Magnús Sigurólason – 0/1
- Alex Ingason – 0/1
Elías Rúnarsson – 26/31 (83,9%)
Næsti leikur Íslands er strax í dag klukkan 11:30 gegn Nýja-Sjálandi.

Elías að spila sinn fyrsta landsleik
