Annað tap Íslands í Belgrad

by | 20 jan, 2026 | Fréttir, Landsliðsstarfið

Ísland tapaði gegn Nýja-Sjálandi í öðrum leik sínum í Belgrad í gær. Leiknum lauk með 6–2 sigri Nýja-Sjálands og strákarnir því stigalausir eftir fyrstu tvo leikina.

LEIKURINN: Ísland 2–6 Nýja-Sjáland (1–3, 0–1, 1–2)

Nýja Sjáland náði forustunni snemma og skoruðu tvö mörk á fyrstu fjórum mínútum leiksins. Ísland minnkaði muninn í fyrsta leikhluta en Nýja Sjáland bætti við einu í lokin og fóru með tveggja marka forustu inn í fyrsta hléið. Lítið gerðist í annarri lotu annað en að Nýja Sjáland bætti við einu marki. Í þriðja leikhluta skoraði Ísland sitt annað mark í yfirtölu, en það dugði ekki til og 6-2 sigur Nýja-Sjálands var staðreynd.

Alex með annað af mörkum Íslands í gær

TÖLFRÆÐI

Ísland:

  • Bjarmi Kristjánsson – 1/0
  • Alex Ingason – 1/0
  • Mikael Eiríksson – 0/1
  • Viktor Mojzyszek – 0/1

Elías Rúnarsson – 12/16 (75,0%)

Elvar Sigurðarson – 10/12 (83,3%)

Eftir tvo leiki er Ísland án stiga í riðlinum og situr neðst með markatöluna 6–11. Holland og Ísrael leiða riðilinn með fullt hús stiga. Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Hollandi klukkan 11:30 á íslenskum tíma.

Share This