Það var sannkölluð marka súpa sem Íslenska stúlknaliðið í íshokkí bauð upp á á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins tuttugu og eitt mark gegn engu marki heimamanna. Nokkuð mikill styrkleika munur var á þessum liðum og aldrei var vafi á hvoru megin sigurinn myndi falla. Efir fyrsta dag mótsins eru okkar stúlkur í öllum 8 sætunum yfir stigahæstu leikmenn mótsins. Kolbrún Björnsdóttir efst með 4 mörk og 4 stoðsendingar eða 8 stig, aðalmyndin sem fylgir hér er af henni. Sólrún Assa fylgir henni fast eftir með 2 mörk og 6 stoðsendingar eða 8 stig líka. Friðrika Ragna Magnúsdóttir kemur í þriðja sæti með 3 mörk og 3 stoðseningar. Á mynd hér að neðan má sjá hvernig þetta raðast.

Rétt er hér að minna á leikinn í dag sem er á móti Belgíu og hefst klukkan 15:30 að íslenskum tíma.
