Ísland fór létt með Suður-Afríku í fyrsta leik sínum á HM U18 kvenna þegar liðin mættust í Cape Town í gærkvöldi. Lokatölur urðu 21–0 eftir að Ísland skoraði í öllum þremur leikhlutum.
LEIKURINN: Ísland 21–0 Suður-Afríka (6–0, 8–0, 7–0)
Ísland náði strax yfirhöndinni í upphafi og var með þægilega forystu eftir fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn hélt áfram af fullum krafti í öðrum leikhluta og staðan var orðin afgerandi. Ísland hélt svo áfram að keyra á í þriðja leikhluta og kláraði leikinn með sannfærandi hætti.

Þessi var inni
TÖLFRÆÐI
Ísland:
- Kolbrún Björnsdóttir – 4/4
- Sólrún Arnardóttir – 2/6
- Friðrika Magnúsdóttir – 3/3
- Eyrún Garðarsdóttir – 3/2
- Bríet Friðjónsdóttir – 1/4
- Kristína Davíðsdóttir – 2/1
- Aníta Benjamínsdóttir – 1/2
- Elfur Einarsdóttir – 2/0
- Heiðrún Rúnarsdóttir – 1/1
- Freyja Sigurjónsdóttir – 0/2
- Ragnheiður Ragnarsdóttir – 0/2
- Svandís Pétursdóttir – 0/2
- Magdalena Sulova – 1/0
- Sofía Bjarnadóttir – 1/0
- Ylfa Bjarnadóttir – 0/1
- Brynja Þórarinsdóttir – 0/1
Marey Sigurðardóttir – 5/5 (100%)
Næsti leikur Íslands er í dag klukkan 14:30 gegn Belgíu.

