Súrt tap fyrir Belgum

by | 27 jan, 2026 | Fréttir, Landsliðsstarfið

Það er alveg klárt að í dag vann ekki betra liðið. Við óðum í færum og skutum 38 sinnum á mark andstæðinganna og uppskárum 3 mörk. Á meðan þeir náðu aðeins 15 skotum á mark og uppskáru líka 3 mörk. Leikurinn fór því í framlengingu og síðan vítakeppni sem við töpuðum óverðskuldað. En nú er bara að bera höfuðuð hátt og halda áfram ótrauðar. Þetta er sko ekki búið.

Maður leiksins var Bríet Friðsjónsdóttir sem spilaði sérlega vel eins og raunar liðið allt.

Meira síðar,

Share This