Það þarf víst að skora mörk til að vinna leik!

by | 28 jan, 2026 | Fréttir, Landsliðsstarfið

Enn situr sá er þetta skrifar og veltir fyrir sér hvernig það gat gerst að leikur U18 kvk liðs okkar við Belga fór í bæði framlengingu og vítakeppni sem tapaðist.

Yfirburðir okkar stúlkna voru miklir og við gjörsamlega spiluðum Belgana sundur og saman en inn vildi pökkurinn ekki. Belgíski markvörðurinn stóð sig vel og varði 35 skot af 38 sem hún fékk á sig. Í fyrsta leikhluta byrjuðum við betur og skoruðum fyrsta markið. Þá lékum við einum færri og Friðrika Magnúsdóttir átt sendingu á Sólrúnu Össu Arnardóttir sem þrykkti pekkinum inn.  Því var svarað með 2 Belgískum mörkum. Í leikhlutanum skutum 18 skotum á móti 5 frá þeim. Seinna mark okkar í fyrsta leikhluta kom á sautjándu mínútu og tuttugustu sekúndu og það var Varnarmaðurinn Bríet Friðjónsdóttir sem skoraði eftir stoðsendingar frá Sólrúnu Össu og Kolbrúnu Björnsdóttur. Staðan í fyrra leikhlé  var því 2 – 2.

Áfram hélt stórsókn okkar og þrátt fyrir að ekki tækist að skora voru frábær tilþrif og geggjuð færi allan leikhlutann. Í þessum hluta skutum við 11 sinnum á markið og þær 2 sinnum. Nokkur skot þar til viðbótar skullu í stöngum svo í söng.

Leikurinn jafnaðist nokkuð í þriðja leikhluta og þegar liðnar voru þrjár og hálf mínúta af honum fengum við á okkur mark þvert gegn gangi leiksins og okkar konur komnar með bakið upp að vegg. Við náum að jafna með marki frá Kristínu Davíðsdóttur þegar 12 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Stoðsendinguna átti Eyrún fyrirliði. En lengra komumst við ekki í venjulegum leiktíma.  Leikurinn fór í framlengingu þar sem ekkert mark var skorað og svo í vítakeppni sem Belgar höfðu betur í. Kolbrún Björnsdóttir var sú eina af íslensku stúlkunum sem náði að nýta vítaskot sitt og skora.

Þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa. Taugatrekkjandi fyrir allan peninginn. Það sannaðist enn á ný að það er ekki nóg að vera yfirburða lið á svellinu það þarf að skora mörk. Verðmætasti leikmaður liðsins var valin eftir leik, Bríet Friðjónsdóttir var valin verðskuldað.

Leikurinn í tölum.

Mörk: 3 – 3 (2-2, 0-0, 1-1, 0-0, 0-1)
Skot á mark: 38:15 (18:5, 11:2, 7:6, 2:1, 0:1)
Mörk/stoðsendingar
Sólrún Assa 1/1
Bríet 1/0
Kristína 1/0
Kolbrún 0/1 +1 víti
Eyrún 0/1
Friðrika Ragna 0/1

Díana Óskarsdóttir fékk á sig 14 skot, varði 11 af þeim, hlutfallið er 78,57%

Markaskorarar dagsins voru

Í vítakeppninni skoraði

Hér eru svo nokkrar myndir úr leiknum.

Share This