Segir Eyrún Garðarsdóttir fyrirliði U18 stúlknaliðs okkar sem er að leika í Suður Afríku þessa dagana í heimsmeistarakeppni IIHF. Hún segir andann í liðinu góðan og þær séu tilbúnar í slagin þrátt fyrir áföll síðustu daga. En á hótelinu þar sem liðin dvelja hefur verið barátta við matareitrun sem við höfum verið að eiga við. Fyrst héldum við að þetta væri bara vegna þess að maturinn hér er frábrugðin því sem við eigum að venjast en svo þegar liðsmenn heima liðsins fóru að veikjast líka þá var ljóst að hér var um matareitrun að ræða. Við reynum að láta þetta ekki hafa mikil áhrif á okkur. Það er búið að breyta matarprógraminu og við vonandi náum okkur fljótt til baka. Þegar íshokkí.is spurði Eyrúnu hvort þetta hefði mikil áhrif á hópinn svaraði hún „Nei við mætum einbeittar í leikinn og látum þetta ekki stoppa okkur“
