Einn á einn – Helgi Bjarnason

by | 12 nóv, 2025 | Einn á einn, Fréttir

Næstur í einn á einn er SR strákurinn Helgi Bjarnason. Helgi er ungur og uppalinn í Laugardalnum en hefur haldið út fyrir landsteinana þetta tímabilið. Í vetur er Helgi búsettur í Leeds í Bretlandi þar sem hann spilar fyrir Leeds Knights. Hann hefur farið vel af stað í vetur og er að spila bæði fyrir U19 lið félagsins sem og varaliðið. Helgi hefur einnig spilað fyrir bæði U18 og U20 landsliðs Íslands og ekki ólíklegt að hann banki allavega fast á dyrnar þegar Martin Struzinski velur karla landsliðshópinn í vor.

-Fullt nafn:   Helgi Bjarnason

-Gælunafn:   Helgi

-Aldur:   16

-Staða á ísnum:   Ákjósanlega center en annars vængur

-Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokks leikinn þinn:   Þegar ég var 14 ára

Helgi á 31 leik í Topp deildinni þrátt fyrir að vera einungis 16 ára

-Hver er og var fyrirmyndin þín:   Cristiano Ronaldo var, er og mun alltaf vera fyrirmyndin mín

-Uppáhalds matur eða matsölustaður:   Allt pasta, lambalæri og nautakjöt

-Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik:   Blátt Powerade

-Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd:   House M.D. og The Office/Saving Private Ryan og Forrest Gump

-Uppáhalds tónlistarmaður eða hvaða lag kemur þér í gírinn:   Ég elska Bítlana og eldri tónlist, fyrir leik hlusta ég á Queen

-Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest:   Snapchat og TikTok

-Hver er fyndnasti í liðinu:   Þarf að gefa Halla (Haraldur Nickel) það

-Hver er verstur í að mæta á réttum tíma:   Einhverra hluta vegna er alltaf eitthvað að bílnum hans Árna þegar það er leikur þannig ég segi Árni (Árni Hallsson)

-Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna:   Alex (Alex Máni Ingason) og ég stöndum alltaf hlið við hlið í two-touch fyrir leik í landsliðinu

Helgi hefur tekið þátt í fimm landsliðsverkefnum

-Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island:   Ég myndi senda Halla (Haraldur Nickel)  í Love Island hann hefði gott að því að kynnast einhverri. Eða einhverjum.

-Hvernig kylfu spilar þú með:   CCM trigger 10 pro

-Besti leikmaður sem þú hefur spilað með:   Þetta er erfitt en er á milli Petr Stepanek og Axels Orongan

-Besti þjálfarinn sem þú hefur haft:   Milos og Axel

-Helsta afrek á ferlinum:   Var markahæstur Íslenska U18 landsliðsins í Tyrklandi fyrir tveim árum, það var alveg flott

-Hvaða hokkí reglu myndir þú breyta ef þú gætir:   Ég myndi vilja hafa 3 á 3 overtime lengra áður en leikurinn fer í vító, miklu skemmtilegra að fá overtime mark heldur en að þurfa að horfa á hann enda í vítakeppni.

Helgi er með 6 stig í 6 leikjum í U19 deildinni í Bretlandi

-Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú:   Ég væri sennilega ekki í fótbolta eins og liðsfélagar mínir vita, yrði líklega í spretthlaupi eða einhverju svoleiðis, frjálsum íþróttum. Eða bara skák.

-Til hvaða lands langar þig mest að fara:   Ástralíu eða Nýja-Sjálands

-Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju:   Ég tæki Halla (Haraldur Nickel) og Sæma (Sæmundur Egill Þorsteinsson) þeir tveir saman er það fyndnasta í heimi og ég tæki það yfir að lifa af.

Share This