Ísland – Bosnía og Hersegóvina | Sigurgangan heldur áfram
Ísland – Bosnía og Hersegóvina | Sigurgangan heldur áfram
Íslensku strákarnir buðu upp á markaveislu í leik sínum gegn Bosníu og Hersegóvinu í kvöld.
Leikur í öruggum höndum
Það tók #7 Orm Jónsson, fyrirliða, ekki nema 24 sekúndur að koma Íslandi yfir 1-0. Fyrsta sókn Íslands endaði í gullfallegu marki Orms af löngu færi. #13 Uni Blöndal og #6 Ólafur Björgvinsson áttu forspil að markinu. Ekki gerðist meira í fyrsta leikhlutanum en ballið var rétt að byrja.
Annar leikhlutinn byrjar á skemmtilegu kerfi Íslands. #1 Þórir Aspar, markmaður Íslands, skautar útaf og inná kemur #17 Arnar Helgi Kristjánsson og eru strákarnir þá 6 á 5 í sókn. #4 Haukur Steinsen sendir pökkinn á Arnar sem tekur skot frá bláu línunni og skorar. Frábært mark og staðan 2-0. Þremur mínútum síðar bætir #7 Ormur Jónsson öðru marki sínu við í leiknum óstuddur. 3-0 Ísland í vil.
Ormur var ekki hættur. 7 mínútum seinna fær Ormur pökkinn eftir spil #24 Daníel Ryan og #14 Helga Bjarnasonar. Derhúfur fljúga inn á ísinn úr stúkunni við mikil fagnaðarlæti. Staðan í lok annara lotu 4-0 Ísland í vil.
Skrúfað frá marka-krana
#15 Birkir Einisson var greinilega hugsi um þessar 24 sekúndur sem það tók Orm að skora í byrjun. Birkir ákvað að bæta tímann í byrjun þriðju lotunnar og skoraði 5 mark Íslands eftir 23 sekúndur. Eftir það var eins og hefði verið skrúfar frá krana og mörkin flæddu inn fyrir Ísland. Stuttu eftir mark Birkis skoraði #8 Viktor Mojzyszek eftir stoðsendingu frá #16 Aroni Ingasyni. 5 mínútum seinni bætti #17 Arnar Helgi Kristjánsson við öðru marki sínu og staðan orðin 7-0. Þremur mínútum eftir það bætti #9 Hektor Hrólfsson við forskot Íslands og staðan 8-0.
Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda 8-0 en nei, strákarnir voru ekki hættir. Þeim langaði í eitt mark í viðbót. Rúmar 30 sekúndur eru eftir af leiktíma þegar #15 Birkir Einisson kemur pekkinum á #13 Una Blöndal. Uni finnur #6 Ólaf Björgvinsson sem skilar pekkinum í netið.
Loka tölur 9-0 Ísland í vil!
Bráð skemmtilegur leikur með gríðarlegri stemmingu í stúkunni. Við mælum með að kíkja á þennan leik ef þú misstir af honum! Leikskýrslu er hægt að nálgast með því að ýta hér.
Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn kl 20:00 gegn sterku liði Tyrklands. Hlökkum til að sjá enþá fleiri í stúkunni að kvetja strákana áfram.
ÁFRAM ÍSLAND!