Ísland – Tyrkland | Yfirburðir Íslands!

Ísland – Tyrkland | Yfirburðir Íslands!

Birt: 15.03.2023Flokkar: FréttirMerki: , , , ,
DSC03471

Ísland mætti Tyrklandi í hörku leik í kvöld

Fyrsti leikhluti

Leikurinn hefst með svaka hasar. Liðin tvö mjög jöfn og greinilegt að þessi leikur er í öðrum klassa en þeir tveir sem voru fyrr. 8 mínútur eru liðnar þegar Tyrkir missa mann útaf. Strákarnir spila vel í powerplay-inu. #15 Birkir Einisson og #17 Arnar Helgi Kristjánsson  finna #13 Una Blöndal sem skorar af stuttu færi. Höllin tryllist. Þremur mínútum síðar missum við mann af velli fyrir fólskulegt interference brot og Tyrkir fá powerplay. Tyrkirnir nýta tækifærið og jafna leikinn. #6 Armagan Atkin finnur #10 Osman Meydanci í toppnum á vinstri hringnum og smellir pekkinum inn. Forusta Íslands lifði ekki lengi.

Fagnað eftir mark

Eldur hefur kviknað í íslensku strákunum við þetta og rúmum 5 mínútum seinna er sami hópur aftur á ferð. #15 Birkir Einisson og #17 Arnar Helgi Kristjánsson spila pekkinum vel og finna #13 Una Blöndal fyrir framan markið. Uni skorar og kemur Íslandi aftur yfir, 2-1. 40 sekúndum fyrir leikhlé kemur #22 Haukur Karvelsson á siglingu, setur pökkinn fyrir markið þar sem #19 Kristján Jóhannesson er mættur og smellir pekkinum í netið. Staðan 3-1 fyrir Íslandi eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti

Ekkert hefur látið af hörkunni í byrjun annars leikhluta. Tyrkir komast í 3-2 þegar #10 Osman Meydanci finnur #15 Enes Demir fyrir framan markið. Íslensku strákunum lýst ekki á að munurinn sé bara eitt mark. Fyrirliðinn sjálfur, #7 Ormur Jónsson, tekur það á sig að skjóta frá bláulínunni vinstra meginn. Staðan orðin 4-2 fyrir Íslandi. 22 sekúndum seinn skorar # 13 Uni Blöndal úr þröngu færi eftir sendingu frá #15 Birki Einissyni. Uni kominn með þrennu í leiknum og höfuðfötin fljúga inn á ísinn, annar leikurinn í röð þar sem Íslendingur skorar þrennu (sjá síðasta leik Íslands).

Ísland lendir 2 færri þegar um 5 mínútur eru eftir af leikhlutanum. #22 Ege Odabas kemur pekkinum á #15 Enes Demir sem minnkar munin fyrir Tyrkjum. 5-3 staðan. Nokkrum mínútum síðar missa Tyrkir mann útaf og Ísland fær powerplay. Strákarnir spila pekkinum vel á milli sín. #15 Birkir Einisson finnur þá  #17 Arnar Helga Kristjánsson rétt fyrir framan markið, sem skilar pekkinum inn og kemur Íslandi 6-3 yfir.

Þriðji leikhluti

Tölurnar sýna það ekki en fyrstu 10 mínúturnar einkendust af jöfnum leik. Hiti fór aðeins að sjást í Tyrkjunum og misstu þeir tvismar leikmann útaf á þessu 10 mínútum fyrir “pirrings” brot. Seinna powerplay-ið endaði í marki fyrir Íslandi. #17 Arnar Helga Kristjánsson skorar eftir sendingu frá #13 Una Blöndal og #7 Ormi Jónssyni. Undir mínútu seinna fullkomnar #17 Arnar Helga Kristjánsson þrennuna sína og kemur Íslandi 8-3 yfir. Önnur þrennan í leiknum og höfuðfötin fljúga aftur inná.

Dómari að týna upp höfuðföt, annað skiptið í leiknum

Tyrkir eru við það að missa haus. Eftir markið missa þeir enn og aftur leikmann útaf fyrir “pirrings” brot. Þó svo að Tyrkir séu einum færri tekst þeim að skora og koma stöðunni í 8-4. #11 Mehmet Ergene skilar pekkinum til #15 Enes Demir sem skorar af stuttu færi. Ekki urðu mörkin fleiri.

Úrslit kvöldsins 8-4 fyrir Íslandi!

Hægt er að horfa á leikinn hér. Til að sjá leikskýrslu smelltu hér.