HM U18 á Akureyri – Síðasti keppnisdagur

HM U18 á Akureyri – Síðasti keppnisdagur

DSC03761

Karim Ahmetovski ver frá Eray Akbulut. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Bosnía og Hersegóvina – Tyrkland

Fyrsti leikur dagsins var á milli Bosníu og Hersegóvinu og Tyrklands. Leikurinn var mjög jafn framan af en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 30 mínútu leiksins. Tyrkland komst þá yfir. Leikurinn heldur áfram að vera jafn þangað til að víti er dæmt á Bosníu og Hersegóvinu um miðjan þriðja leikhluta. . Tyrkir fá því tækifæri til að bærta við öðru marki. Markvörður Bosníu og Hersegóvinu varði hinsvegar vítið, og ekki í fyrsta skiptið í leiknum sem markmaðurinn bjargaði þeim. Tyrkir bættu við öðru marki sínu rétt fyrir leikslok.

Karim Ahmetovski var valinn markmaður mótsins. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Loka úrslit 0-2 fyrir Tyrklandi. Markmaður Bosníu og Hersegóvinu, #1 Karim Ahmetovski, var valinn markmaður mótsins.

Mörk og stoðsendingar Tyrklands: #14 Efe Oztorun 1/0, #17 Mehmet Karadag 1/0, #23 Zafer Serik 0/2, #22 Ege Odabas 0/1.

Mexíkó – Lúxemborg

Því miður varð þessi leikur aldrei spennandi. Eins og aðrir leikir Lúxemborgar var markatalan sem þeir fengu á sig mjög há. Hinsvegar er virðist það kannski ekki alveg vera að marka. Íshokkí.is hefur heyrt það að útileikmaður sé í markinu. Eitthvað hefur komið upp á og Lúxemborg þurft að nota útileikmann. 3-1 var eftir fyrstu lotu. 8-2 eftir aðra og loks 15-2 fyrir Mexíkó

Lokatölur: Mexíkó 15 – Lúxemborg 2.

Mörk og stoðsendingar

Mexíkó: #21 Luis Valencia 3/1. #16 Carlos Potts 2/1. #17 Nicolas Potts 2/1. #11 Francisco Briseno 2/0. #3 Ignacio Soto Borja 1/2. #15 Diego Rodriguez 1/2. #8 Francisco Romano 1/1. #23 Francisco Parra 1/0. #2 Alejandro Guevara 0/3. #9 Inaki Loria 0/2. #7 Roberto Arriaga 0/1. #22 Pablo Parra 0/1.

Lúxemborg: #7 Charly Springer 1/0. #14 Albert York 1/0. #9 Philippe Vincens 0/2. #8 Martin Fleischmann 0/2.