Tölur, frábærar sendingar SA Vikings koma SR niður
Tölur, frábærar sendingar SA Vikings koma SR niður
Víkingar halda yfirburði sínum í U16 deildinni með 11-0 sigri á SR.
Laugardalur – U16 SR mátti þola sitt 4. tap í röð í hörkuleik á laugardaginn gegn Víkingum SA. Þessi sigur kemur SA Víkingum í ósigrað 4-0-0 og 12 stig en SR situr í 3. sæti deildarinnar með 1-3-0 og 3 stig samtals.
„…þetta verður aðeins öðruvisi því við eigum færri leikmenn, þá þurfum við að spila meiri vörn,“ sagði Axel Orongan, þjálfari SR. „Leikplan er meira „dump and chase“, út með pökkinn, byggja hraðann í varnaleiknum þegar við erum svona fá.“
SR var með 5 leikmenn frá vegna meiðsla og missti enn annan í öðrum leikhluta þegar #89 Styrmir Knörr Nickel fékk högg á höfuðið sem tók hann úr leik. SR lék það sem eftir lifði leiks með 8 leikmenn á bekknum.
Þetta var yfirburðaframmistaða hjá SA, þau héldu SR í vörninni og skoraðu sitt fyrsta mark þegar 6 mínútur voru liðnar af leiknum. Í fyrsta leikhluta voru SA með 14 skot á mark á móti 2 skotum hjá SR. SA nutu þess að vera með fullan leikmannahóp á bekknum og nýttu sendingar sínar vel.
Í öðrum leikhluta setti SA enn meiri pressu á þreytt SR-liðið, þrýsti vörn SR til hins ýtrasta og lét skotunum rigna á markmann SR #30 Harald Nickel. Varamarkvörður #96 Ásmundur Rúnarsson fór á ísinn þegar 2 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta og SR undir 7-0. Leiknum lauk 22 mínútum og 4 SA mörkum síðar.
SR veitti SA erfiðari þriðja leikhluta, héldu þeim í 15 skotum á netið og aðeins tveimur mörkum, en fundu samt enga leið til að koma skoti framhjá markmanni SA, Díönu Óskarsdóttur. Sendingar SA héldu hinum þegar þreyttu SR-ingum á hreyfingu allan þann þriðja, lykilatriði í velgengni Víkinga að mati Sheldon Reasbeck, yfirþjálfara SA:
„Það sem við höfum verið að vinna að síðan ég kom hingað er að ef þau sjá möguleika þá nýta þau hann. En jafnvel áður en við komumst að pökknum tökum við tvö eða þrjú snögg skref og rennum ekki bara til að leita að tækifærum því þannig býrðu til þessar sendingar… þær hafa kunnáttuna og hraðan en stundum eru þeir að reyna að þvinga sendingar í gegnum leikmenn og búa ekki til þessar sendingarbrautir og svo er um að gera að taka þessi þrjú skref og opna hlutina og fjarlægist líka pökkinn, þannig að við erum mikið í pökk-stuðningi núna.“
SA mætir SA þegar Víkingar og Jötnar mætast á Akureyri 21. nóvember. U16 ára deildin tekur síðan þriggja vikna frí til 14. desember þegar Akureyri kemur til Reykjavíkur, Jötnar mæta SR og Víkingar mæta Fjölni.
Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): VIK 61 SR 13
PIM (refsing í mínútum): SR 10 VIK 8
PPG: VIK 4 SR 0
Markmenn
Díana Óskarsdóttir (SA) fékk á sig 13 skot og varði 13: 100% markvarsla.
Haraldur Nickel (SR) fékk á sig 43 skot og varði 36: 84% markvarsla.
Ásmundur Rúnarsson (SR) fékk á sig 18 skot og varði 14: 77% markvarsla.
Mörk/Stoðsendingar
Víkingar
#5 Magnús Sigurólason 0/5
#7 Brynjar Ólafsson 0/1
#10 Hrannar Hörpu Sigurðarsson 3/0
#11 Freyja Rán Sigurjónsdóttir 0/1
#13 Sölvi Sigurðarson Blöndal 2/1
#16 Jakob Sigurðsson 2/1
#18 Mikael Eiríksson 1/2
#23 Sólrún Arnardóttir 0/1
#24 Finnur Finnsson 0/1
#25 Askur Reynisson 2/0
#29 Kristín Ása Jóhannsdóttir 1/1