Fjölnir sigrar í framlengingu í annað sinn á tímabilinu
Fjölnir sigrar í framlengingu í annað sinn á tímabilinu
Fjölnir vann eftir framlengingu og vítakeppni í annað sinn á tímabilinu þegar þeir unnu SR 5-4 og þá hafa þeir unnið 5 leiki í röð.
SR-ingar byrjuðu leikinn hratt og voru komnir tveimur mörkum yfir rúmum tveimur mínútum eftir fyrsta pökk-kasti, fyrsta markið kom þegar 18 sekúndur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Þessi hraða byrjun virtist þó aðeins hafa potað í björninn og Fjölnir svaraði með fyrsta marki, #4 Martin Simanek aðeins 36 sekúndum eftir annað mark SR. Fjölnir hélt áfram að byggja sig upp og undir lok fyrsta leikhluta voru þeir komnir yfir, í 3-2.
SR skoraði fyrst og voru einnig fyrstir (og einir) í refsiboxinu í fyrsta leikhluta: tvisvar fyrir kylfu-ákeyrslu (cross-checking).
SR jöfnuðu leikinn áður en annar leikhluti var hálfnaður og skoruðu svo aftur með eins manns forskoti eftir rúmar 11 mínútur og náðu aftur forystunni 4-3. Aðeins 50 sekúndum síðar skoraði Fjölnir #4 Simanek sitt annað mark og jafnaði leikinn aftur. Þessi snöggu mörk frá Simanek breyttu leiknum fyrir Fjölni og komu í veg fyrir að SR næðu stöðugu forskoti í meira en eina mínútu í fyrstu tveimur leikhlutunum.
Í þriðja leikhluta var kominn hiti í bæði liðin en samt kom aðeins eitt brot upp (frá Fjölni, fella/tripping) en meirihluti leikhlutans fór í að færa pökkinn yfir miðsvellið og berjast fyrir skotum á mark. Þetta hélt áfram, fram og tilbaka inn í 5 mínútna framlengingu og þar sem bæði liðin voru jöfn með fjögur mörk eftir framlenginguna, fór leikurinn í aðra vítaspyrnukeppni Fjölnis á tímabilinu.
Skotkeppnin hófst með 5 mörkum í röð, Fjölnir hafði yfirburði með 3 mörkum gegn 2 þegar SR mistókst í tveimur tilraunum til að jafna metin. Leiknum lauk á því að #9 fyrirliði Fjölnis, Róbert Pálsson, skoraði lokaskotið og vann Fjölni aðra vítaspyrnukeppni.
Með þessum framlengingasigri jafnar Fjölnir SR að stigum á þessu tímabili, hvort lið með 16 stig samtals. SR er áfram í forystu í deildinni með +12 marka mun eftir að hafa skorað 44 mörk og hleypt inn 32. Fjölnir er með +6 marka mun með 43 mörk og 37 mörk gegn.
Bæði lið mæta Hafnarfirði í næsta leik, SR 30. nóvember og Fjölnir 6. desember.
Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): SR 51 FJO 40
PIM (refsing í mínútum): FJO 8 SR 6
PPG (mörk á power play): FJO 1 SR 1
Markmenn
Nikita Montvids (FJO) fékk á sig 51 skot og varði 47: 92.2% markvarsla.
Jóhann Ragnarsson (SR) fékk á sig 40 skot og varði 35: 87.5% markvarsla.
Mörk/Stoðsendingar
Fjölnir
#2 Jón Helgasson 0/2
#4 Martin Simanek 2/1
#12 Viktor Svavarsson 1/0
#19 Kristján Kristinsson 1/2
#21 Viggó Hlynsson 0/3
SR
#9 Axel Orongan 1/2
#11 Haukur Karvelsson 0/1
#14 Eduard Kascak 1/0
#17 Alex Sveinsson 1/0
#18 Sölvi Atlason 0/2
#23 Hákon Magnússon 1/0
#62 Rihards Verdins 0/2