Fjölnir í vandræðum í Jötunheimum

Fjölnir í vandræðum í Jötunheimum

Birt: 24.09.2025Flokkar: Fréttir
Bjarmi Kristjánsson fagnar hér einu af 3 mörkum sínum í leiknum.
Bjarmi Kristjánsson fagnar hér einu af 3 mörkum sínum í leiknum.

Mynd: Ólafur Örn Þorgrímsson

Ungmennalið SA, Jötnar vann sannfærandi sigur 8 – 2 (2-1, 5-0, 1-1) gegn Fjölni í Toppdeild karla í gær. Gestirnir náðu forystu með marki Gabríels Egilssonar eftir tæplega tveggja mínútna leik, en Bjarmi Kristjánsson svaraði með tveimur mörkum í fyrsta leikhlutanum. Jötnar leiddu því 2-1 þegar fyrsta leikhluta lauk.

Fjölnismenn voru værukærir þegar þeir mættu til leiks í öðrum leikhluta og ungt og sprækt lið SA Jötna gékk á lagið og setti 3 mörk á Fjölnisliðið á 70 sekúndna kafla. Fjölnir skipti þá um markmann, en Jötnar héldu áfram að pressa, það var svona eins og Fjölnisliðið væri vankað eftir slæma byltu. Norðan drengir bættu við tveimur mörkum í viðbót áður en öðrum leikhluta lauk, og staðan 7-1 þegar leikhluta 2 lauk.

Í þriðja leikhluta komst Fjölnir aftur inn í leikinn og meira jafnvægi komst á leikinn. Hvort lið um sig skoraði eitt mark í þessum leikhluta og stórsigur Jötna á aðalliði Fjölnis staðreynd. Rétt er að geta sérstaklega tveggja ungra leikmanna Jötna sem voru með mikilvægt framlag í leiknum. Í fyrsta lagi er það leikmaður Jötna númer 14 Bjarmi Kristjánsson sem skoraði 3 mörk og átti eina stoðsendingu. Síðan er það leikmaður Jötna númer 31, hinn ungi Elías Rúnarsson markmaður sem átti stórleik í marki Jötna með 93,9% markvörslu eða 31 af 33 skotum Fjölnis á mark Jötna.

Leikurinn í tölum:

Jötnar
Mörk/stoðsendingar: Bjarmi Kristjánsson 3/1, Robbe Delport 2/1, Marek Vybostok 2/0, Björn Jónsson 0/3, Ormur Jónsson 0/2, Stefán Guðnason 0/2, Arnar Kristjánsson 0/1, Gabríel Benjamínsson 0/1.
Varin skot: Elías Rúnarsson 31 (93,9%).
Refsimínútur: 12.

Fjölnir
Mörk/Stoðsendingar: Róbert Pálsson 1/1, Gabríel Egilsson 1/0, Hilmar Sverrisson 0/1, Hektor Hrólfsson 0/1.
Varin skot: Þórir Aspar 16 (76,2%), Óskar Rúnarsson 14 (82,4%).
Refsimínútur: 2.

Fréttin verður uppfærð þegar leikgreiningu lýkur.

Fréttir af ihi.is