Einn á einn – Ólafur Björgvinsson

Einn á einn – Ólafur Björgvinsson

Birt: 17.10.2025Flokkar: Einn á einn, Fréttir

Óli í einum af mörgum landsliðsverkefnum sýnum

Í dag ætlum við að byrja með nýjan lið hérna á íshokkí.is þar sem við ætlum að fá að kynnast íshokkí fólkinu okkar betur á skemmtilegan hátt.

Fyrstur er Ólafur Björgvinsson, ungur Akureyringur sem hefur leikið í öllum landsliðunum karla megin, spilað tvo vetur í svíþjóð og reynir núna fyrir sér í Dönsku annari deildinni.


– Fullt nafn:

Ólafur Baldvin Björgvinsson

– Gælunafn:
Óli Baddi

– Aldur:
19 ára

– Staða á ísnum:
Center

– Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokksleikinn þinn:
15 ára

– Hver er og var fyrirmyndin þín:
Jón Gísla [Jón Benedikt Gíslason]

– Uppáhalds matsölustaður:
Domino’s

– Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik:
Rauður gatorade

– Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd:
Two and a half man/Cars

– Uppáhalds tónlistarmaður:
Saint Pete

– Hvaða samfélagsmiðill notar þú mest:
Instagram

– Hver er fyndnasti í liðinu:
Helgi [Helgi Þór Ívarsson]

– Hver er verstur í að mæta á réttum tíma:
Robbi Hafberg

– Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna?
Tyler [Tyler Sztrum]

– Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island:
Birki [Birki Rafn Einisson]

– Hvernig kylfu spilar þú með:
Hyperlite 2

– Besti leikmaður sem þú hefur spilað með:
Leo Tjälldén

– Besti þjálfarinn sem þú hefur haft:
Martin Struzinski

– Helsta afrek á ferlinum:
Vinna Íslandsmeistara titilinn með SA

Óli að fagna titlinum í vor með liðsfélögum sínum í SA Víkingum

– Hvaða hokkíreglu myndir þú breyta ef þú gætir:
Að það mætti skora með því að sparka/skalla

– Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú:
Snjóbretti

– Til hvaða lands langar þig mest að fara:
Bandaríkjanna

– Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju:
Bjarma og Helga, [Bergþór Bjarma Ágústsson og Helgi Þór Ívarsson] þeir eru stemmningsmenn og við myndum ná að redda okkur.