14 víti þurfti til að finna sigurvegara í Laugardalnum

14 víti þurfti til að finna sigurvegara í Laugardalnum

Birt: 19.10.2025Flokkar: Fréttir, Toppdeild Kvenna
SA konur fagna marki Kolbrúnar undir lok venjulegs leiktíma.

Myndir frá Hafsteini Þorsteinssyni

Þvílíkur spennu leikur í Laugardalnum í gær þar sem heima konur í SR hefðu getað komið sér upp að hlið SA kvenna með sigri.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og þurfti vítakeppni til að skera úr um sigurvegara. SA hafði að lokum betur, 2–1, eftir að staðan var 1–1 eftir venjulegan leiktíma.

Leikurinn:

Fyrsti leikhluti var markalaus en í öðrum leikhluta kom Ragnhildur Kjartansdóttir SR yfir á 34. mínútu án stoðsendinga og SR fór inn í seinna hléið einu marki yfir.

Í þriðja leikhluta jafnaði Kolbrún Björnsdóttir fyrir SA þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma við mikinn fögnuð gestanna.

Kolbrún Björnsdóttir ánægð með að hafa komið leiknum í framlengingu.

Eftir markalausa framlengingu fór leikurinn í vítakeppni þar sem Silvía Björgvinssdóttir tryggði SA sigurinn með síðasta víti leiksins. Silvía skoraði tvö mörk í vítakeppninni en Berglind Leifsdóttir gerði eitt fyrir heima konur.

Markverðirnir bestir á ísnum:

Markvörður SR, Julianna Thomson, átti stórleik í markinu og varði 41 af 42 skotum (97,6%) sem og Shawlee Gaudreault hjá SA sem varði 19 af 20 skotum (95%). Ef að þessi tvö lið halda áfram á þessari braut þá verða markverðir liðanna einn mikilvægasti hlekkurinn í því að fara heim með stiginn þrjú.

Áfram heldur Julianna að verja en það dugði bara í 1 stig.

Tölfræði:

SR:

Julianna Thomson 41/42 (97,6%)

Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0

Refsímínútur: 2

SA:

Shawlee Gaudreault  19/20 (95%)

Kolbrún Björnsdóttir 1/0

Anna Ágústsdóttir 0/1

Eyrún Garðarsdóttir 0/1

Refsímínútur: 4

Næsti leikur:

Næsti leikur í Toppdeild kvenna er þriðjudaginn 28. október þar sem Fjölnis konur fá norðan konur í heimsókn í Egilshöllina.