Fjölnir sigrar SR á heimavelli. 21. febrúar. Hertz-deild kvenna

Fjölnir sigrar SR á heimavelli. 21. febrúar. Hertz-deild kvenna

Birt: 21.02.2023Flokkar: FréttirMerki: , , ,
Harpa

Fyrsti leikhluti var að mestu leyti stýrt af Fjölni og hálfgerð einstefna að marki SR. Fjölnir veitti mikla pressu og drituðu á markið. Blanda af þéttri vörn og góðri markvörslu frá #30 Andreu Bachmann komu í veg fyrir mark fram að 15 mínútu en þá fékk #17 Kolbrún Garðarsdóttir færi og nýtti sér það með góðu skoti frá hægri kantinum sem söng í netinu.

 

Annar leikhluti byrjar af miklum krafti og allt lítur út fyrir að Fjölnir ætli sér að raða inn mörkum en koma pekkinum hreinlega ekki í markið, þrátt fyrir ítrekuð skot. 10 mínútur inn í leikhlutann sjá þær hinsvegar við vörn SR og eftir skot á markið nær #9 Kristín Ingadóttir frákastinu og klárar færið, 2-0 fyrir Fjölni. Fjölnir hélt pressunni áfram en fleiri urðu mörkin ekki í þessum leikhluta.

 

Þriðji leikhluti byrjar á sömu nótum og þeir tveir fyrri. Fjölnir sækir hart, staðráðinn í að skora fleiri mörk enda gott að hafa góða markatölu með sér þar sem hún gæti skipt máli í deildarkeppninni. Vörnin hjá SR bregst samt sem áður bara einu sinni í þriðja leikhluta þegar #12 Harpa Kjartansdóttir kom pekkinum í netið. SR átti nokkur færi til að koma sér að blað en #31 Holly Steeples sá við þeim skotum. Lokatölur 3-0 Fjölni í vil.

Fréttir af ihi.is