Úrslitakeppni kvenna – Leikur í járnum

Úrslitakeppni kvenna – Leikur í járnum

Birt: 03.03.2023Flokkar: FréttirMerki: , , ,
Birta Þorbjarnardóttir fylgist grant með leiknum
Birta Þorbjarnardóttir fylgist grant með leiknum

Birta Þorbjarnardóttir fylgist grant með leiknum

SA tók á móti Fjölni í fyrsta leik úrslitakeppni kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var stórskemmtilegur frá byrjun til enda. Allir leikhlutarnir voru fullir af hasar og góðum vörnum, en eftir 3 leikhluta var staðan enþá 0-0 sem er afar óvenjulegt. Það sýnir kannski hversu ótrúlega jöfn þessi lið voru og hvorugt ætlaði að gefa neitt eftir. SA fékk þó kjörið tækifæri til að koma sér yfir og gera út af við leikinn þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. En  Fjölnir spilaði tvemur leikmönnum færri undir blálok leiksins. Fjölnir stóð vörnina ótrúlega vel með gríðarlegri sannfæringu og koma leiknum í framlengingu.

Framlengingin var ekki síðri en leikurinn sjálfur, en liðin börðust af eins mikilli hörku þær 5 mínútur eins og fyrstu 60 mínúturnar. Staðan var ennþá jöfn þegar flautan blés, 0-0, og því var farið í shoot-out.

Shoot-outið hófst eftir stutt hlé. SA tók fyrsta skotið þegar leikmaður #27 Kolbrún Björnsdóttir sótti að #30 Birtu Þorbjörnsdóttur í marki Fjölnis. Kolbrún skautaði rólega að Birtu en með snöggu skoti kom hún pekkinum hægra meginn við Birtu í markið (sjá mynd). Staðan því orðin 1-0 SA í vil. Næstu skot Fjölnis og SA voru varin af markmönnum liðana, #41 Shawlee Gaudreault hjá SA og Birtu hjá Fjölni.

Loka úrslit í fyrsta leik SA og Fjölnis í úrslitakeppni Hertz deildar kvenna voru því 1-0 fyrir SA.

Birta Þorbjörnsdóttir átti stórleik í marki Fjölnis, en hún varði 36 af þeim 37 skotum sem hún fékk á sig.

Staðan í einvíginu er 1-0 SA í vil. Næsti leikur er á morgun, laugardaginn 4. mars, kl 16:45 í Egilshöll. Gríðarlega spennandi einvígi milli tveggja sterkra liða sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar.