“Við erum vel peppaðir fyrir mótið” – Ormur Jónsson, fyrirliði U18

“Við erum vel peppaðir fyrir mótið” – Ormur Jónsson, fyrirliði U18

Ormur Jónsson
DSC02274

Búbbla út í sveit

Um 10 mínútum fyrir utan Akureyri er lítið sveitahótel að nafni Lamb Inn. Næstu viku verður það heimili strákanna í U18 landsliði Íslands. Við kíktum á þá, síðasta daginn fyrir mót. Dagskráin er heldur róleg, enda fyrsti leikur á morgun. Á milli smá hópeflis og fundar með þjálfarateymi voru strákarnir að hvíla sig. Þeir hafa komið sér vel fyrir í búbblunni út í sveit. Í pásunni voru nokkrir í playstation, aðrir að spjalla og nokkrir að ná sér í kríu.

Nokkur orð við fyrirliðann

Við náðum aðeins af Ormi Jónssyni fyrirliða landsliðis, inn á milli Gang Beasts leikja með strákunum, og spurðum hann létt út í liðið, stemminguna og mótið.

Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit

Hvernig er að vera svona út í sveit?

Þetta er mjög næs, kósý. Geggjað að hafa allan hópinn saman. Lítið af truflunum og auðvelt að sofna á kvöldin, ef við værum niðrí miðbæ á Akureyri t.d., á laugardagskvöldi þú veist, djammið og allt. Hér er bara kyrrð og ró.

Hvernig er stemmingin fyrir mótið?

Hún er góð. munaði litlu að við færum upp í fyrra, kom niður á markatölu. Belgía var fyrir ofan okkur með einu stigi eða eitthvað. Það hefði verið gaman að fara upp, og við vorum mjög nálægt því. Við viljum bara allir sýna og sanna hvað við getum. Hinsvegar þá vitum við ekkert hvernig það hefði gengið fyrir okkur að vera í deildinni fyrir ofan. En svona er þetta bara, þetta er bara hokkí.

Eruð þið að leggja einhverja áherslu á ákveðin lið?

Nei við erum bara að spá í okkar leik og hvernig við spilum. Kannski munu þjálfararnir (Rúnar Eff og Vladimir Kolek) sýna okkur einhver vidíó af hinum liðunum svona fyrir leikina. En þeir eru aðalega að leggja áherslu á hvernig við erum að spila okkar leik. Persónulega þá er maður alvega að kíkja á gamla leiki og mót hjá hinum liðunum.

Þið spiluðuð æfingarleik á móti Mexíkó í gær, hvernig fannst þér hann fara?

Hann var bara góður, jújú eitthvað sem sem þarf að laga en heilt yfir spiluðum við betur en Mexíkó. Mexíkó er örugglega sterkasta liðið hérna, þannig ef við spilum eins og í gær, þá ætti þetta að ganga vel. Ísrael er reyndar líka með sterkt lið. Mexíkó og Ísrael voru sterkustu liðin, ásamt okkur, sem fóru ekki upp um deild. Bosnía og Lúxemburg komu upp um deild inn í okkar.

Eitthvað að lokum?

Við erum vel peppaðir fyrir mótið. Gaman að vera á heimavelli. Búið að auglýsa vel. Það setur smá auka pressu á mann að performa, en það er bara gaman.

Við þökkum Ormi fyrir spjallið og óskum liðinu góðs gengis á mótinu.

Veislan hefst á morgun

Fyrsti leikur mótsins hefst kl 13:00 og mætast þá Ísrael og Tyrkland. Kl 16:30 er leikur Bosníu og Hersegóvinu og Lúxemborgar og Ísland og Mexíkó mætast í síðasta leiknum kl 20.

Miðasala á mótið fer fram á Tix.is. Stakur leikur kostar 2000kr en hægt er að fá vikupassa, sem gildir á alla leiki mótsins, á aðeins 6000kr!