Ísland – Ísrael | Síðasti leikur mótsins

Ísland – Ísrael | Síðasti leikur mótsins

Birt: 18.03.2023Flokkar: FréttirMerki: , , ,
DSC03934

Ísland og Ísrael mættust í sannkölluðum úrslitaleik um hver myndi vinna Heimsmeistaramót U18, 3 deild A. Íslandi nægði jafntefli þar sem þeir voru ósigraðir, en Ísrael þurfti sigur.

Fyrsti leikhluti

Mögulegar taugar voru í strákunum, enda troðfull Skautahöllin á Akureyri. Ísrael átti fyrsta skot á mark eftir aðeins 4 sekúndur en Þórir Aspar greip pökkinn. Það tók þó ekki langan tíma fyrir Ísrael að komast aftur í færi og skila pekkinum í markið, því fyrsta markið kom þegar 1 mínúta og 16 sekúndur voru liðnar. #18 Yonatan Melinkov komst þá einn í færi var staðan orðin 1-0 fyrir Ísrael.

Um miðjan leikhlutann skoraði Ísland en markið var dæmt af. Umdeildur dómur og skiptar skoðanir á því hvort hafi verið “goalie interferance” eða ekki. Hægt er að sjá mynd af atvikinu hér, dæmi nú hver fyrir sig, en markið fékk ekki að standa.

Umdeilda markið. Pökkurinn laus en dæmt á að Íslendingur sé inn í svæði markmannsins. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

#6 Ólafur Björgvinsson potaði pekkinum inn, en dómarinn blés það af. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Mikill hraði og harka er í leiknum og liðin mjög jöfn í spilamennsku. 17 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar af leiknum þegar Ísrael bætir öðru marki við. #8 Adi Rigler og #13 Yahel Sharon komu þá pekkinum á #17 Guy Aharonovich sem skoraði.

Staðan eftir fyrsta leikhluta 0-2 fyrir Ísrael.

Annar leikhluti

Leikhlutinn einkendist af einu, og það voru ekki mörk. Framan af voru íslensku strákarnir einum fleiri. Strákarnir fengu nokkur færi en náðu ekki að skora. Ísraelar spiluðu powerkill-ið vel. Sama á við þegar Ísland varð einum færri. Þeir stóðu vörnina vel af sér og greinilegt að þeir ætli ekki að gera neitt eftir þrátt fyrir að vera undir.

Stutt pása var gerð fljótlega eftir að leikhlutinn hófst þar sem gler datt úr festingunum sínum. Það tók starfsmenn Skautahallarinnar aðeins nokkrar mínútur að festa það upp og leikur hélt áfram.

Staðan eftir annan leikhluta enþá 0-2 fyrir Ísrael.

Þriðji leikhluti

Þriðji leikhlutinn hófst af krafti, eins og allir hinir. 7 mínútur vor liðnar af leikhlutanum þegar Ísraeli #3 Nir Sigalov gerðist sekur um “Slew-footing” og var vísað úr leik. #7 Ormur Jónsson, fyrirliði, varð fyrir brotinu og lá. Kallað var til lækna á svæðinu og var Ormur settur á börur og beint upp á spítala í myndatöku á hrygg og mjöð. Uppfært: samkvæmt heimildum íshokkí.is er Ormur tognaður í baki og spilar ekki með SA í úrslitakeppninni gegn SR. Gott að vita að ekki fór verr. Íshokkí.is óskum honum góðs bata og hlökkum til að sjá hann aftur á svellinu sem fyrst!

#7 Ormur Jónsson og félagar á móti Ísrael. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Ísrael spilaði manni færri í 5 mínútur og náðu íslensku strákarnir að klóra í bakkann þegar 3 sekúndur voru eftir af powerplay-inu. #8 Viktor Mojzyszek skoraði með stoðsendingum frá #22 Hauki Karvelssyni og #9 Hektori Hrólfssyni. Það ætlaði allt um koll að fjúka því stúkan lifnaði heldur betur við við markið.

Það dugði þó ekki til og skoruði Ísraelar þriðja markið sitt þegar #13 Yahel Sharon fann #8 Adi Rigler fyrir framan markið. Ísland tóku #1 Þórir Aspar úr markinu og fóru í 6 á 5 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. #9 Liran Kon nær pekkinum og skorar í autt markið. Staðan orðin 1-4 fyrir Ísrael með 54 sekúndur eftir. Ísraelum teskt svo að skora eitt í viðbót þegar 0,9 sekúndur eru eftir af leiknum og úrslit því 1-5 fyrir Ísrael.

Svekkjandi tap

Gríðarlega svekkjandi tap. Leikurinn var töluvert jafnari en tölur gefa til kynna. Strákarnir voru mikið í sókn og áttu mörg skot á markið en því miður féll þetta ekki með okkur. Ísland lenti í öðru sæti á mótinu og Ísrael í því fyrsta. Jöfn að stigum en innbyrgðis sigur Ísraela skar út um það. Annað árið í röð þar sem strákarni lenda í því að vara jafnir stigum í fyrsta sæti.

Strákarnir stóðu sig eins og hetjur á þessu móti. Ósigraðir fyrstu fjóra leikina en gríðarsterkt lið Ísraela varð þeim að falli. Eins og fyrirliðinn okkar, Ormur Jónsson, sagði í viðtali fyrir mótið “svona er þetta bara, þetta er bara hokkí”.

Takk fyrir okkur, strákar, þið megið vera stoltir af frammistöðu ykkar. Við erum það öll!

Takk fyrir okkur, strákar! Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Hér má finna upptöku af leiknum. Fyrir leikskýrslu skaltu smella hér.

 

Fréttir af ihi.is