Kaflaskiptur markaleikur á Akureyri
Kaflaskiptur markaleikur á Akureyri
Lið SA-Víkinga, sem er þessa dagana að undirbúa sig undir Úrslitakeppi Hertz-deildar karla, tók á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Fyrirfram var búist við að liðin mundu fara sér hægt þar sem SA er nú þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og á leið í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla og Fjölnismenn farnir að undirbúa sinn mannskap, allavega einhvern hluta þeirra, fyrir komandi landsliðsverkefni og leiki næsta tímabils. En raunin varð önnur. Í fyrstu lotu voru SA-Víkingar ekkert á því að fara fínt og rólega í hlutina og skoruðu þeir Ágúst Ágústsson, Matthías Stefánsson og Gunnar Aðalgeir Arason mörk fyrir SA án þess að Fjölnismenn næðu að svara. SA voru því komnir í þægilega stöðu, 3-0, áður en liðin gengu til búningsklefa eftir lotuna.
Önnur lotan einkendist af ákveðnu leikleysi þar sem sóknir beggja liða voru helst til of handahófskendar, sendingar ómarkvissar. En það voru Fjölnismennirniar Falur Guðnason og Liridon Dupljaku sem minnkuðu munin í 3 -2 og allt annar og nýr leikur blasti við. Línubræðurnir Jóhann Már Leifsson og Hafþór Sigrúnarson juku svo enn á forskot SA með tveimur mörkum með 24 sekúndna millibili. Þrátt fyrir þessi tvö mörk var lotan eign Fjölnis þar sem þeir nýttu vel leik sinn á yfirtölunni (Powerplay) á meðan SA virtust í stöðugum refsivandræðum.
Þriðja lotan var rétt byrjuð þegar Ágúst Ágústsson jók enn á forystu SA með sínu öðru marki í leiknum. Hilmar Sverrisson svaraði fyrir Fjölni en það var svo Uni Sigurðarson sem bætti um betur stuttu síðar. Staðan orðin 7 -3 SA í vil og stutt í leikslokl. Falur Guðnason skoraði sitt annað mark fyrir Fjölni úr ágætu spili þegar liðin spiluðu 4 á 3 þar sem bæði lið voru með menn í refsiboxinu.
Bæði lið voru tilfinnanlega án nokkura lykilleikmanna í þessum leik. Í liði heimamanna vantaði Andra Má Mikaelsson, Orra Blöndal og varnaröldunginn Ingvar Þór Jónsson og í liði Fjölnis voru þeir Úlfar Andrésson, Andri Helgason, Emil Alengard, Kolbein Sveinbjarnarson. Bæði lið finna einnig fyrir því að ungir og frískir leikmenn eru nú með U18 landsliði Íslands sem er við keppni i Tyrklandi um þessar mundir.
En svo að vitnað sé í leiklýsanda leiksins, Rúnar Eff Rúnarsson, þá var þetta ágæsit leikur og fín upphitun fyrir Úrslitakeppni Hertz-deilar karla sem hefst 19.mars næstkomandi.
Hægt er að horfa á upptöku af leiknum á Youtube-rás ÍHÍ og hæg er að nálgast leikskýrslu leiksins hér.
Næsti og síðasti deildarleikur Hertz-deildar karla er svo næsta þriðjudag, 12.mars, í Egilshöll þar sem Fjölnir tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur.