SA sigrar SR nokkuð örugglega í Hertz-deild kvenna
SA sigrar SR nokkuð örugglega í Hertz-deild kvenna
Kvennalið SA átti ekki í miklum vandræðum með kvennalið SR í gærkvöldi þegar liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal. Hilmar Bergsdóttir, Anna Ágústsdóttir, Magdalena Sulova og Aðalheiður Ragnarsdóttir sáu um markaskorun en eitt þessar marka, hjá Aðalheiði, var skorað þegar SR-konur fengu á sig biðdóm og Shawlee Gaudreault hoppaði af ísnum til að SA næði að spila einum aukaleikmanni í sóknina. Í enda fyrsta leikhluta urðu SR-konur fyrir því óláni að markmaður þeirra, Thelma Matthíasdóttir, meiðist eftir darraðadans fyrir framan markið. Andrea Bachman hoppaði sem snöggvast inn á ísinn og stóð á milli stanganna það sem eftir lifði leiks. SA-konur héldu áfram að sjá um markaskorun í leiknum og náðu þær Amanda Bjarnadóttir og Anna Ágústsdóttir að auka enn á forystuna með marki hvor. Í þriðja leikhluta var lánleysi SR-kvenna enn við lýði og missa þær leikmann útaf í refsiboxið (2 mín fyrir Hindrun (Interference)) og nýttu þær norðlensku það tækifæri og skoraði María Eiríksdóttir fyrir SA þegar rétt mínúta var liðinn af refsitímanum. Anna Ágústsdóttir fullkomnaði svo þennuna sína í leiknum í enda lotunnar og gerði stöðuna 0 – 8 fyrir SA í leikslok.
SA er á toppi deildarinnar og nokkuð ljóst að þær munu mæta kvennaliði Fjölnis í úrslitakeppninni sem hefst 2.mars á Akureyri.