3 stig frá Gunnborgu í tveggja marka sigri í Laugardalnum
3 stig frá Gunnborgu í tveggja marka sigri í Laugardalnum
Það var þriðjudags hokkí í Laugardalnum í gær þegar grannarnir úr Grafarvoginum komu í heimsókn. Leikurinn var fyrsti leikur þriðju umferðarinnar og mikilvægt var Fjölni að ná í stig úr þessum leik til að dragast ekki of langt aftur úr hinum liðunum tveimur.
Leikurinn:
Heimakonur byrjuðu leikinn af krafti og voru komnar tveimur mörkum yfir um miðjan fyrsta leikhluta eftir mörk frá Gunnborgu Jóhannsdóttur og Ingu Aradóttur. SR hélt áfram að stjórna leiknum og fór með 2–0 forystu inn í fyrsta hlé.
Gestirnir úr Grafarvogi svöruðu þó snemma öðrum leikhluta með marki frá Elínu Darkoh og tóku Fjölniskonur þá smá frumkvæði í leiknum og áttu fleiri skot í öðrum leikhluta. En það var samt Ragnhildur Kjartansdóttir sem kom SR aftur í tveggja marka forskot þegar einungis 24 sekúndur voru eftir af leikhlutanum.
Í síðasta leikhlutanum héldu heima konur fast í forystuna. Mörkin urðu ekki fleiri og tryggði SR því 3–1 sigur.

Eduard og Sölvi eru að gera góða hluti með SR stelpurnar
Tölfræði:
SR:
Julianna Thomson – 24/25 (96,0%)
Gunnhildur Jóhannsdóttir 1/2
Maria Eiríksdóttir 0/2
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Inga Aradóttir 1/0
Ylfa Bjarnadóttir 0/1
Berglind Leifsdóttir 0/1
Refsimínútur: 4
Fjölnir:
Karitas Halldórsdóttir – 20/23 (87,0%)
Elín Darkoh 1/0
Flosrún Jóhannesdóttir 0/1
Harpa Kjartansdóttir 0/1
Refsimínútur: 6
Eftir leikinn koma SR sér einu stigi frá SA á toppi deildarinnar á meðan Fjölniskonur eru ennþá á botninum með 0 stig. Næsti leikur deildarinnar er á Sunnudaginn þegar Fjölniskonur fara norður og verður virkilega mikilvægt fyrir þær að koma sér á töfluna og sækja sigra.



