Úrslitakeppni kvenna 2022-2023 – SA Íslandsmeistarar

Úrslitakeppni kvenna 2022-2023 – SA Íslandsmeistarar

DSC01931

SA konur fagna marki

Þriðji leikur úrslitakeppni kvenna fór fram á Akureyri í gær. SA vann fyrstu tvo leikina í einvíginu og þurfti því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Eins og fyrri leiki byrjaði hann með krafti. Það tók 10 mínútur þangað til að SA komst í færi til að skora. #11 Hilma Bergsdóttir átti þá skot á #30 Birtu Þorbjörnsdóttur í marki Fjölnis en Birta varði vel. # 19 Amanda Bjarnadóttir nær frákastinu fyrir SA, sendir pökkinn á #18 Berglindi Leifsdóttur sem kemur pekkinum aftur á Hilmu sem skorar í þetta skiptið. Vel spilað hjá SA og staðan orðin 1-0.

Annar leikhlutinn var ekki síðri. Það var greinilegt að Fjölnis konur ætluðu sér að jafna leikinn og komust trekk í trekk hratt upp í bakið á varnarmönnum SA. #41 Shawlee Gaudreult varði vel í marki SA og kom í veg fyrir að Fjölnir næði að jafna. Rétt undir lok leikhlutans komst SA í sókn. Eftir leit af rétta færinu kon #21 Jónína Guðbjartsdóttir pekkinum á #5 Ingu Aradóttur, sem fann #3 Önnu Ágústsdóttur. Anna átti langt skot frá bláu línunni í gegnum þvögu leikmanna í markið. Staðan orðin 2-0 SA í vil.

Markaveisla SA byrjar

Í þriðja leikhkuta mátti sjá smá þreytu í leikmönnum Fjölnis. Aðeins 40 sekúndur voru liðanar af leikhlutanum þegar #19 Amanda Bjarnadóttir sendi á #11 Hilmu Bergsdóttur. Hilma nýtti sér glufu sem myndaðist í varnarleik Fjölnis í skiptinu og skautaði upp svellið. Hilma er komin fyrir aftan markið þegar hún sendir á #18 Berglindi Leifsdóttur sem skilar pekkinum í markið. Staðan 3-0.

Ekki mínútu seinna sendi Fjölnis pökkinn í ísíngu. SA vann uppkastið kemst pökkurinn á #20 Maríu Eiríksdóttur sem á skot á markið. Birta í marki Fjölnis ver en #21 Jónína Guðbjartsdóttir nær frákastinu af stuttu færi. Jónína sendir pökkinn á #10 Sólrúni Arnardóttur sem setur hann í markið. Staðan orðin 4-0

Harkan og baráttan heldur áfram hjá Fjölni. Það dugar þó ekki til því aðeins eru 10 mínútur liðnar af leikhlutanum þegar #5 Inga Aradóttir kemur SA 5-0. Inga á skot af löngu færi eftir sendingu frá #3 Önnu Ágústsdóttur.

Fjölnis konur gáfust aldrei upp og héldu áfram að skipla með sömu baráttunni. Stúkan var farin að fagna titilinum, og eflaust SA konur líka, því skildilega komst Fjölnir á auðan sjó 2 á móti markmanni. #47 Teresa Snorradóttir hjá Fjölni fann #9 Kristínu Ingadóttur sem sótti upp með #5 Sigrúni Agöthu á móti Shawlee í marki SA. Sigrún Agatha kom pekkinum skemmtilega framhjá Shawlee þagði aðeins í stúkunni með 10 sekúndur eftir. Staðan orðin 5-1.

Loka úrslit leiksins 5-1 fyrir SA og endaði einvígið 3-0 fyrir SA.

Íslandsmeistarar kvenna 2022-2023 er SA.

Smelltu hér til að sjá leikinn í heildsinni. Fyrir leikskýrslu skaltu smella hér.

Við hjá íshokkí.is óskum SA til hamingju með titlana tvo. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr leiknum.

#47 Teresa Snorradóttir sækir að #41 Shawlee Gaudreault í marki SA.

SA konur fagna vel eftir leik

Góð mæting var á leikinn.

Bikarinn bíður.

Fagnað með stúkunni.

Lið Fjölnis stóð sig ótrúlega allt tímabilið og verður gaman að sjá þær koma enþá sterkari í næsta tímabil.