Fyrsti dagur HM U18 á Akureyri

Fyrsti dagur HM U18 á Akureyri

DSC02297

Fyrsti dagur heimsmeistaramóts U18 er á enda. Öll liðin spiluðu á þessum degi en fyrst mættust Ísrael og Tyrkland.

Ísrael – Tyrkland

Það má alveg segja að mótið hafi farið afstað með hörku þegar Ísrael og Tyrkland mættust. Engin mörk voru skoruð í fyrsta leikhlutanum en boxin voru vel nýtt. Ísrael eyddi 6 mínútum af fyrstu 20 í boxinu, en Tyrkir voru aðeins rólegri með 2 mínútur í boxinu.

Úr leik Tyrklands og Ísrael

Snemma í öðrum leikhluta komust Tyrkir yfir eftir mark frá #16 Batuhan Demirhan af stuttu færi. Ekki urðu mörkin fleiri í leikhlutanum en mínúturnar í boxinu fóru fjölgandi. Tyrkir eyddur 6 mínútum í boxinu og Ísrael 4 mínútum.

Rúmum átta mínútum inn í þriðja leikhluta tókst Ísrael að jafna leikinn. #6 Nick Kreimerman skoraði með aðstoð frá #17 Guy Aharonovich og #13 Yahel Sharon. Ísraelsmenn fundu hressilega taktinn því aðeins 5 mínútum seinna komust þeir yfir eftir mark frá #4 Leon Shulman, en stoðsendingu átti #17 Guy Aharonovich. Önnur stoðsending Guy í leiknum. Ísraelsmenn voru ekki hætti og bættu við þriðja markinu sínu tvemur mínútum seinna. #5 Vasili Lysov átti markið fyrir Ísrael, með stoðsendingum frá #6 Nick Kreimerman og #19 Itay Kerner.

Fleiri urðu mörkin ekki, loka úrslit 3-1 fyrir Ísrael. Hægt er að horfa á þennan hörku leik á Youtube-rás ÍHÍ með því að smella hér. Leikskýrslu má nálgast hér.

Bosnía og Hersegóvina – Lúxemborg

Annar leikur dagsins var einnig fjörugur en þó var annað liðið með leikinn í höndum sér allan tíman. 5 mínútur voru rétt liðnar þegar #8 Ismael Silajdzic kom Bosníu og Hersegívinu yfir með stoðsendingu frá #21 Tarik Mrkva. Fjórum mínútum seinna var staðan orðin 2-0 eftir mark frá #23 Omar Puzic með stoðsendingu frá #17 Adnan Smajlovic.

Annar leikhluti var svipaður. #21 Tarik Mrkva gerði stöðuna 3-0 eftir spil með #17 Adnan Smajlovic og #12 Faris Capin þegar 7 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Rúmum 10 mínútm seinna var staðan orðin 4-0. #17 Adnan Smajlovic skoraði eftir sendingu frá #23 Omar Puzic.

Þriðji leikhlutinn var meira af því sama. Bosníu og Hersegóvinu menn mættu strax til leiks og komust 5-0 yfir með marki frá #16 Amar Bajramovic, stoðsending skráist á #11 Vasilije Vucinic. Ef ekki var búið að gera útaf við leikinn vildi Bosníu og hersegóvinu menn senda tóninn og skoruðu en eitt markið. #17 Adnan Smajlovic skoraði einn síns liðs.

Lokatölur  6-0. Hægt er að horfa á Bosníu og Hersegóvinu menn senda skýr skilaboð að þeir séu mættir til leiks með því að smella hér. Leikskýrslu má nálgast hér.

Síðasti leikur dagsins var leikur Íslands og Mexíkó. Lesa má um leikinn með því að ýta hér.