Ísland – Mexíkó | Glæsilegur sigur í fyrsta leik

Ísland – Mexíkó | Glæsilegur sigur í fyrsta leik

Birt: 13.03.2023Flokkar: FréttirMerki: , , , , ,
DSC02706

Eftir tap í æfingarleik gegn Mexíkó á síðastliðin föstudag  var kominn tími fyrir strákan að sína í hvað þeim býr.

Fyrsti leikhluti

Ísland byrjar rólega en Mexíkó vill senda tóninn strax. Á fystu 9 mínútunum eyðir Mexíkó 4 í boxinu fyrir brot. Ekki náði Ísland að notfæra sér það. Korter var liðið af leiknum þegar Ísland komst yfir. #6 Ólafur Björgvinsson skorar af stuttu færi eftir spil frá #16 Aroni Ingasyni og #19 Kristjáni Jóhannessyni. Forskotið entist ekki lengi en tæpum fjórum mínútum seinna náði Mexíkó að jafna þegar #14 Jack Wilson kom pekkinum á #21 Luis Valencia sem jafnaði stöðuna. Staðan 1-1 eftir fyrsta leikhluta

Hallar undir fæti

#21 Luis Valencia skorar úr víti

Annar leikhluti byrjar klaufalega þegar við missum mann útaf þegar 6 leikmenn eru á vellinum. 1 mínútu síðar missum við annan leikmann útaf og spilum 3 á 5 í nokkrar sekúndur en strákarnir standa það af sér. Mexíkó notfærir sér þó powerplayið og kemst yfir. #21 Luis Valencia sendir á #15 Diego Rodriguez sem smellir pekkinum stöngin inn. Staðan 1-2. Íslensku strákarnir eru í bölvuðu barsli í leikhlutanum. Mexíkönsku strákarnir eru fljótari á skautunum og stjórna pekkinum meira og minna.

Á 34 mínútu kemst #21 Luis Valencia hratt fram úr #16 Aroni Ingasyni. Aron fellir Luis og er víti dæmt. Pökkurinn er settur á miðjuna. Luis kemur ákveðið á #1 Þóri Aspar í marki Íslands og setur pökkinn í 5 holuna. Staðan orðin 1-3 fyrir Mexíkó og lýtur ekki vel fyrir íslensku strákana. Eftir lokaflautu annars leikhluta skýtur #3 Ignacio Soto Borja á Þóri í markinu og fær dæmdar á sig 2 mínútur fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Ísland snýr aftur

Eitthvað hefur verið farið yfir málin hjá íslensku strákunum í leikhléinu því annað lið mætti til leiks. Ísland byrjaði þriðju lotuna manni fleiri og voru ekki lengi að nýta sér það. #15 Birkir Einisson og #17 Arnar Helgi Kristjánsson koma pekkinum á #13 Una Blöndal sem bætir stöðu Íslands. Staðan orðin 2-3 fyrir Mexíkó. 4 mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar Mexíkó átti 2 fólskuleg brot sem skiluðu 2 leikmönnum í boxið. Ísland fékk því powerplay 5 leikmenn á 3. Strákarnir voru ekkert að flýta sér og spiluðu pekkinum vel nærrum allt powerplayið í leit af rétta færinu. Það fannst þegar #17 Arnar Helgi Kristjánsson skoraði eftir spil frá #15 Birki Einissyni og #13 Una Blöndal. Staðan orðin jöfn 3-3.

Strákarnir fagna marki

Eldmóður var í íslensku strákunum og ætluði þeir sér að vinna leikinn. 7 mínútur voru eftir af leiknum þegar Ísland komst yfir 4-3 með öðru marki frá #17 Arnari Helga Kristjánssyni. Mexíkó sækja og sækja en íslensku strákarnir verjast vel. Mexíkó ákveður að taka markmanninn út þegar rétt yfir 1 mínúta er eftir til þess að freista þess að jafna. Það fer þó ekki betur fyrir þá en að #15 Birkir Einisson stelur pekkinum og kemur honum í litlu jafnvægi snyrtilega í autt markið. Flautan glymur

Loka úrslit 5-3 sigur Íslands á Mexíkó.

Smelltu hér til að horfa á þennan bráðskemmtilega leik og hér fyrir leikskýrsluna.