HM U18 á Akureyri – Þriðji leikdagur

HM U18 á Akureyri – Þriðji leikdagur

DSC03370

Þriðji dagur HM er hafinn og byrjar hann á leik Ísrael og Lúxemborgar kl 13. Leikurinn á eftir þeim kl 16:30 var Mexíkó á móti Bosníu og Hersegóvinu.

Ísrael – Lúxemborg

Ísrael skorar eftir 3 mínútur fyrsta mark leiksins. Leikmaður #22 Daniel Muller kemur pekkinum á #17 Guy Aharonovich. Hann skítur á markið sem er varið, nær sínu eigin frákasti og skorar. Lúxemborgarar mættu samt til þess að spila og um2 mínútur síðar jafna þeir stöðuna 1-1. Mikill fögnuður braust út en hann entist ekki lengi þar sem markið var dæmt af sökum rangstæðu. 1-0 enþá fyrir Ísrael.

Fagnað markinu sem ekki var

10 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta þegar Ísrael hrökk í gír og bætti við 4 mörkum fyrir flautuna. #4 Leon Shulman átti annað mark Ísraels. Þriðja markið kom mínútu síðar. #22 Daniel Muller og #20 Ariel Elkin skiluðu pekkinum á #13 Yahel Sharon. Staðan 3-0. Næstu 5 mínútur komu tvö mörk, annað frá #17 Guy Aharonovich og hitt frá #18 Yonatan Melnikov. #11 Ori Moss Rendell aðstoðaði við fyrra markið og #9 Liran Kon við seinna. Fyrsti leikhlutinn er því 5-0 fyrir Ísrael.

Ísrael heldur áfram

Ísraelar héldu uppteknum hætti í annari lotunni. Þrjár mínútur voru liðnar þegar #9 Liran Kon sendi á #12 Shon Kazinets sem kom Ísraelum 6-0 yfir. Aðeins 19 sekúndum seinna var #12 Shon Kazinets aftur á ferð. #18 Yonatan Melnikov og #9 Liran Kon fengu skráðar stoðsendingar. #15 Nick Ougortsin varða afbrýður samur út í félaga sin Shon og skoraði sjálfur tvö mörk í röð. #11 Ori Moss Rendell aðstoðaði við fyrra mark Nick og #20 Ariel Elkin við það seinna. Staðan orðin 9-0 og leiktíminn hálfnaður.

#17 Guy Aharonovich skorar fyrir Ísrael

Ísraelar bættu við tvemur mörkum með stuttu millibili til að loka leikhlutanum. #19 Itay Kerner skoraði 10 mark Ísraela með aðstoð frá #8 Adi Rigler. Rúmrí mínútu síðar kom #7 Ilay Parasol pekkinum á #24 Maxim Dashanov. Maxim skoraði síðasta mark leikhlutans. 11- 0 fyrir Ísrael.

Meira af því sama

26 sekúndur eru liðnar af þriðja leikhlutanum þegar 12 markið kemur. Ísrael notfærir sér powerplay og #8 Adi Rigler skorar. #19 Itay Kerner og #13 Yahel Sharon með stoðsendingar. #17 Guy Aharonovich bætti við þriðja marki sínu 4 mínutum seinna, með aðstoð frá #11 Ori Moss Rendell. #5 Vasili Lysov kom Ísrael 14 mörkum yfir með 11 mínútur eftir af leiknum.

15 og 16 mark Íseraels komu á sömu mínútinni. #22 Daniel Muller skoraði fyrra og #5 Vasili Lysov bætti við öðru marki sínu á stuttum tíma. #13 Yahel Sharon og #17 Guy Aharonovich aðstoðuðu við fyrra markið og #7 Ilay Parasol við seinna. #13 Yahel Sharon kom með þriðja markið sitt í lotunni þegar rúmar 6 mínútur voru eftir. Allt leit fyrir að Ísraelar væru búnir að fá nóg en svo var ekki. 23 sekúndur voru eftir þegar #13 Yahel Sharon og #6 Nick Kreimerman komu pekkinum á #9 Liran Kon og staðan orðin 18-0.

Úrslit í leiknum: Ísrael 18 – Lúxemborg 0

Hér má finna upptöku af leiknum og leikskýrslu.

Mexíkó – Bosnía og Hersegóvina

Fyrsti leikhlutinn byrjaði á marki frá Mexíkó. #9 Inaki Loria losaði sig frá varnarmönnum Bosníu beint fyrir framan markið og skoraði. Rúmum 10 mínútum síðar kom Mexíkó aftur í sókn. #21 Luis Valencia og #11 Francisco Briseno spiluðu pekkinum skemmtilega á milli sín og sá fyrr nefndi skilaði pekkinum heim í markið. Staðan í lok fyrsta leikhluta 2-0 fyrir Mexíkó.

Mexíkó byrjaði sterkar annan leikhlutann og bætti í forskot sitt eftir tæpar 2 mínútur. #9 Inaki Loria skoraði markið með stoðsendingum frá #8 Francisco Romano og #10 Marcelo Abdala. Bosnía og Hersegóvina minnkaði stöðunaí 3-1. Marki sem kom upp úr spili milli #7 Rijad Vulovic og #23 Omar Puzic. #21 Tarik Mrkva skoraði markið. Mexíkó leist ekki á það og bætti við 4 markinu 2 mínútum síðar. #11 Francisco Briseno nær frákasti af löngu skoti #3 Ignacio Soto Borja og skorar.

Þriðji leikhlutinn byrjar af mikilli hörku. Tæpar 7 mínútur eru liðnar þegar #15 Diego Rodriguez nær að skora einn síns liðs. Staðan orðin 5-1. 5 mínútum seinna skorar #3 Ignacio Soto Borja eftir sendingu frá 21 Luis Valencia og kemur Mexíkó 6-1 yfir. Minna en mínútu seinna skorar Mexíkó aftur. #24 Andres Natenzon fær pekkinn frá #22 Pablo Parra og skorar.

Bosníu og Hersegóvinu menn ákveða að prófa að breyta til og taka markmanninn út og fá 6 manninn inn í sóknina. Það skilaði sínu því 20 sekúndum seinna skorar #12 Faris Capin eftir stoðsendingu frá #21 Tarik Mrkva. Ekki eru skoruð fleiri mörk og lokaflautan ómar.

Úrslit 7-2 fyrir Mexíkó

Upptöku af leiknum má finna hér og leikskýrsluna með því að smella hér.