Hertz-deild karla – 10 marka leikur fyrir norðan

Hertz-deild karla – 10 marka leikur fyrir norðan

FJO vs SA hertz karla
Screenshot 2023-10-13 at 22.31.20

SA tók á móti Fjölni fyrir norðan og gekk mikið á í leiknum. Síðasta viðureign liðana, sem fór fram í Grafarvoginum, endaði 3-6 sigri fyrir SA.

SA settu tóninn snemma í fyrstu lotu með því að setja 3 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Fjölnir tók leikhlé en það gekk ekki betur en svo að SA bætti fjórða markinu við í fyrstu lotunni. 

Önnur lotan fór ekki mikið betur fyrir Fjölni en Víkingarnir bættu við 2 mörkum áður en Fjölni tókst að svara með einu. Því var svarað fljótt aftur af SA og staðan 7-1 eftir aðra lotu. 

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Fjölnis menn bættu SA við öðrum 2 mörkum í síðustu lotunni og endaði leikurinn 9-1 fyrir SA.

Eins og kom fram gekk margt á og fengu bæði dúsa í boxinu töluvert. Ellefu  2 mínútna dómar, einn 5 mínútna og einn 10 mínútna dómar féllu í leiknum. 37 mínútur af 60 sat leikmaður Fjölnis eða SA í boxinu. 

Markaskorun SA dreifðist vel. Baltasar Hjálmarsson og Unnar Rúnarsson voru með 2 mörk hvor. Hafþór Sigrúnarson, Uni Sigurðarson, Andri Mikaelsson, Ormur Jónsson og Björn Jakobsson voru allir með 1 mark. 

Jóhann Kristjánsson skoraði eina mark Fjölnis í leiknum. 

Ágætis skemmtun fyrir stuðningsmenn SA en eflaust sárt að horfa upp á fyrir aðdáendur Bjarnanna.

Upptöku af leiknum á finna á Youtube rás ÍHÍ. Leikskýrsla kemur inn síðar.