Hertz-deild kvenna – Barátta í Laugardalnum

Hertz-deild kvenna – Barátta í Laugardalnum

SR-FJÖ kvk
Screenshot 2023-10-25 at 01.27.18

SR tók á móti Fjölni í Laugardalnum í Hertz-deild kvenna í kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust sigraði Fjölnir stórsigur, 6-0, og því mikið í húfi fyrir SR. 

Greinilegt var frá fyrstu mínútu að SR ætlaði ekki að láta leikinn fara eins og sá fyrri, en um miðja fyrstu lotu komst SR 1-0 yfir. Saga Blöndal, SR, komst inn í sendingu Fjölnis manna, kemur pekkinum á Alexöndru Hafsteinsdóttur sem skilar honum í netið.

Akureyringurinn Hilma Bergsdóttir jafnaði fljótlega fyrir Fjölni fyrir lok lotunnar.

Hilma kom Fjölni yfir, 1-2, þegar hún skoraði annað mark sitt þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af annarri lotunni. SR hafði kjörið tækifæri til að jafna í lok annarrar lotu þegar Fjölnir missti leikmann út af. SR stillti upp í sókn og áttu skot á markið. Þegar leikmaður SR reyndi að ná frákastinu töldu lýsendur leiksins að leikmaður Fjölnis hafi haldið leikmanni SR. Ósætti var með að ekki hafi verið dæmt á meinta brotið, enda hafi leikmaðurinn verið í „skorfæri“ eins og lýsanda orðaði það skemmtilega. 

Ekki urðu mörkin fleiri í leiknum og 2-1 sigur Fjölnis niðurstaðan.

Segja má að Hydra kerfið hafi tekið þátt í kvennaverkfallinu þar sem ekki leikskýrsla né leikmannaskrá. Þá er kjörið tækifæri til að horfa á leikinn á Youtube rás ÍHÍ og hlusta á skemmtilega lýsendur.

 

 



Fréttir af ihi.is