Tap í vítakeppni endar tímabilið fyrir Fjölni
Tap í vítakeppni endar tímabilið fyrir Fjölni

Andri Mikaelsson, SA, og Pétur Egilsson, Fjölni, berjast um pökkinn. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson
Augu íslenskra íshokkíaðdáenda beindust að Egilshöll í gærkvöldi þegar Akureyri mætti Fjölni. Með sigri í þessum leik átti Fjölnir möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn 2024-2025. Með tapi hjá Fjölni væru SR-ingar komnir í úrslit gegn SA. Fjölnir kom leiknum hratt og hart í gang og sýndu að þeir ætluðu ekki að sleppa SR auðveldlega. Innan við 30 sekúndum eftir að pökkurinn féll sótti Fjölnir fast í net SA og setti pökkinn framhjá Róberti Steingrímssyni, markverði SA, sem gaf Fjölni forystu frá fyrstu mínútu. Það tók SA 12 mínútur að berjast framhjá árásargjörnum Fjölnismönnum. SA #28 Unnar Rúnarsson skautaði framhjá 3 varnarmönnum Fjölnis og skaut pökknum framhjá markverðinum Nikita Montvids og jafnaði metin. Þessum spennandi leikhluta var ekki þó lokið því Fjölnir bætti öðru marki við þegar tæpar 5 mínútur voru eftir og fór þannig með forystuna inn í næsta leikhluta.
Þrátt fyrir að hafa átt fleiri skot á mark en Fjölnir í fyrsta leikhluta voru SA-ingar marki undir og pressuðu af krafti inní þann síðari og reyndu að halda Fjölni í vörninni. Eftir því sem spennan jókst á ísnum og bæði lið börðust fram og tilbaka yfir svellið var það #21 Viggó sem skoraði sitt annað mark í leiknum, í þetta skiptið án stoðsendingar, og jók forystu Fjölnis í tvö mörk. Stuttu síðar og með manni yfir, eftir Fjölnir fékk refsingu fyrir tripping, skoraði SA og kom leiknum aftur í eins marks mun. Síðustu 5 mínútur annars leikhluta voru ákafar fram og tilbaka en hvorugu liðinu tókst að koma pökknum í netið og Fjölnir fór inn í þann þriðja með eins marks forystu.
Nú þegar 3 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta náði SA #18 Ormur Jónsson að jafna metin. Fyrir utan tvær refsingar voru hápunktar leikhlutans frábær markvarsla hjá báðum markmönnum og ofsafengin pressa beggja liða til að klára leikinn inn í framlengingu. Leikurinn endaði jafn 3-3 og fór í framlengingu. Fjölnir hefur verið sigursælasta liðið í framlengingu en 5 mínúturnar með þrjá á þrjá urðu markalausar vegna þess að leikmaður var í markateignum þegar Fjölnir kom pökknum inn í mark SA, sem varð til þess að markið var dæmt af. Leikurinn endaði með vítaspyrnukeppni.
Af 10 skyttum tókst aðeins 1 að skora, SA #10 Jóhann Leifsson: önnur skot voru varin nema eitt skot Fjölnis sem fór langt framhjá hægra megin. Lokatölur 4-3 fyrir SA. Með þessu tapi hefur Fjölnir fallið úr úrslitakeppninni og SR mætir SA í síðasta leik sínum á tímabilinu áður en úrslitakeppnin hefst í lok mars.
Leikurinn í tölum
SOG (skot á mark): FJO 33 SA 42
PIM (refsing í mínútum): FJO 8 SA 6
PPG (powerplay mörk): FJO 0 SA 1
Nikita Montvids (FJO) fékk á sig 42 skot og varði 39: 92.9% markvarsla.
Róbert Steingrimsson (SA) fékk á sig 33 skot og varði 30: 90.9% markvarsla.
Mörk/stoðsendingar:
Fjölnir
#6 Andri Helgason 1/0, #20 Emil Alengaard 0/2, #21 Viggó Hlýnsson 2/0, #77 Liridon Dupljaku 1/1
Skautafélag Akureyrar
#2 Orri Blöndal 0/1, #18 Ormur Jónsson 1/1, #19 Andri Mikaelsson 1/1, #21 Ólafur Björgvinsson 0/1, #28 Unnar Rúnarsson 1/0, #43 Atli Sveinsson 0/1