Hokkí veisla um helgina!
Hokkí veisla um helgina!
Fjórir leikir á dagskrá
Nú um helgina verður sannkölluð hokkí veisla. Hertz deild kvenna og karla fara fram og einnig verður U18 leikur á laugardaginn.
Hertz deild karla
Í Hertz deild karla mætast topplið SA og Fjölnir tvisvar í Egilshöllinni. Fyrst annað kvöld (17.02) kl 19:45 og á laugardaginn kl 16:45. Eins og fram kom er SA á toppi deildarinnar með 10 sigra eftir 11 leiki. Fjölnir hefur aðeins einn sigur undir sínu belti, þrátt fyrir hörku baráttu. Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir Fjölnis menn að koma SA á óvart og næla sér í stig.
Hertz deild kvenna
Einn leikur er á dagskrá í Hertz deild kvenna. Þar mætast SA og SR í laugardalshöllinni kl 19:45 annaðkvöld, föstudag 17.02. Þar er enginn vafi að SR mæta hungraðar til leiks og gefi SA ekkert eftir.
Íslandsmót U18
Að lokum er leikur í Íslandsmóti U18. Þar tekur topp lið Fjölnis á móti SA í Egilshöllinni kl 19:30, laugardaginn 18. febrúar. Ljóst er að sá leikur verður fjörugur. Síðustu viðureignir milli þessara tveggja liða hafa verið jafnir og mikil barátta hjá ungmennunum.