Tvöfaldur SA sigur í gær – dramatík á loka mínútum – myndir
Tvöfaldur SA sigur í gær – dramatík á loka mínútum – myndir
Tveir leikir voru spilaðir í dag í Skautahöllinni fyrir norðan þar sem SA tók á móti Fjölni í Hertz deildum karla og kvenna.
Hertz deild kvenna – SA tekur á móti Fjölni
Fyrsti leikhluti
Leikurinn byrjaði fjörugt en eftir 6 mínútna leik komst Fjölnir í skyndisókn á meðan SA skiptir um línu. Leikmaður #55 Guðrún Viðarsdóttir fær stoðsendingu frá #9 Krístínu Ingadóttur og nýtir færið vel. Kemur Fjölni yfir 0-1. Bæði lið höfðu tækifæri til að koma pekkinum í markið en náðu ekki að notfæra sér þau. Staða eftir fyrsta leikhluta 0-1 Fjölni í vil.
Annar leikhluti
Annar leikhluti fer rólega af stað. Á tíundu mínútu sendir leikmaður SA, #68 Magdalena Sulova á #11 Hilmu Bergsdóttur, sem skilar pekkinum í netið og jafnar stöðuna. 1-1. Rúmum 3 mínútum síðar nýtir SA sér power play stöðu sína og kemst 2-1 yfir, með marki #19 Amöndu Bjarnadóttur með stoðsendingu frá #24 Katrínu Björnsdóttur. Fjölnir sækir vel restina af leikhlutanum en pökkurinn skilar sér ekki í markið. Staðan 2-1 SA í vil.
Þriðji leikhluti
#11 Hilma Bergsdóttir kemur SA 3-1 yfir með skoti frá bláulínunni þegar 2 mínútur eru liðnar. Fjölnir pressar á SA og tekur nokkrar góðar sóknir en ná ekki marki. Á 9 mínútu fullkomnar #11 Hilma Bergsdóttir þrennuna sína fyrir SA. Annað langt skot fyrir utan sem skoppar yfir markmann Fjölnis. #68 Magdalena Sulova og #24 Katrín Björnsdóttir leikmenn SA fá skráðar á sig stoðsendingar. Staðan orðin 4-1. Fjölnir tekur leikhlé þegar 10 mínútur eru eftir. Upp úr leikhléinu kemur uppstillt sókn Fjölnis sem endar með marki #5 Sigrúnar Arnardóttur með stoðsendingum frá #17 Kolbrúnu Garðarsdóttur og #47 Teresu Snorradóttur. Þegar tvær mínútur eru eftir tekur Fjölnir markmann sinn úr markinu. #17 Kolbrún Garðarsdóttir hjá Fjölni tekur tæklingu á leikmann SA þegar 1 mínúta er eftir og fær 5 mínútna refsingu fyrir vikið.
Úrslit 4-2 SA í vil
Hertz deild karla – SA á móti Fjölni
Fyrsti leikhluti
Fyrsti leikhluti byrjaði hratt. Eftir 3 mínútur fær SA power play. SA nýtir tækifærið og kemst yfir 1-0 með marki frá #28 Unnari Rúnarssyni með stoðsendingu frá #20 Atla Sveinssyni. Næstu 15 mínúturnar er leikurinn í járnum. Mikill hasar og barátta, en lítið af færum. Á 18 mínútu bætir SA við öðru marki þegar #10 Jóhann Leifsson skilar pekkinum í netið eftir sendingu frá #23 Hafþóri Sigrúnarsyni. Skotið kemur fyrir aftan markið og fer af markmanni í netið. Staðan 2-0 SA í vil í lok fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti
Annar leikhlutinn byrjar jafn fjörugur og sá fyrsti. SA kemst í skyndisókn eftir 1 mínútu þar sem #5 Gunnar Arason sendir á #24 Björn Jakobsson sem skilar pekkinum í netið. Staðan orðin 3-0. Eftir mark SA fer leikurinn aftur í járn. SA sækir hart í power play en Fjölnir verst vel. Hiti færist í leikinn þegar líður á leikhlutann en lítið gerist. Staðan 3-0 í lok annars leikhluta.
Þriðji leikhluti
Fjölnir byrjar þriðja leikhlutann í power play. Þeim tekst að skora eftir 28 sekúndur með marki frá #25 Hilmari Sverrissyni með stoðsendingu frá #21 Viggó Hlynssyni. SA fær power play en Fjölnir verst vel, eins og í öðrum leikhluta. Leikurinn verður aftur mjög jafn en þegar 11 mínútur eru eftir fær markmaður Fjölnis, #31 Holly Steeples, högg á höfuðið eftir stympingar við net Fjölnis. Leikur er stöðvaður í nokkrar mínútur en heldur svo áfram.
Loka mínúturnar
Nokkrum mínútum seinna fær markmaður Fjölnis skot í grímuna, þegar 8 mínútur eru eftir af leik. Leikurinn er stöðvaður á ný og Steeples fær aðhlynningu á ísnum. Greinilegt eru vangaveltur um að blása leikinn af, þar sem Steeples er eini markmaður Fjölnis á leikskrá. Athygli er einnig vakinn á því að Fjölnir hefur undanþágu til að spila með Steeples í karlaflokki. Eftir um 5 mínútna umræður við bekkinn virðist sem að Steeples treysti sér að halda áfram og leyfa dómararnir það. Leikur heldur áfram. Steeples stendur sig vel í marki Fjölnis, þrátt fyrir að vera sjáanlega vönkuð. SA bætir við fjórða marki sínu þegar 41 sekúnda er eftir af leiknum. Markið skorar #19 Andri Mikaelsson eftir stoðsendingar frá #23 Hafþóri Sigrúnarsyni og #6 Heiðari Jóhannssyni. 20 sekúndum seinna fær Holly Steeples enn eitt skotið í grímuna og er leik flautað af.
Úrslit 4-1 SA í vil
Íshokkí.is hefur þær upplýsingar að barist hafi verið fyrir því að taka Steeples út úr leiknum við fyrsta grímu skotið, þegar 8 mínútur voru eftir. Steeples segist hafa fengið 4 skot í grímuna á síðustu 8 mínútum leiksins. Þriðji aðili staðfestir að hún sé vönkuð eftir leikinn.