Hertz deild karla – SA deildarmeistarar
Hertz deild karla – SA deildarmeistarar
SA tók á móti SR í fjörugum leik í Skautahöllinni á Akureyri í gær.
Leikurinn – Fyrsta lota
Leikurinn hefst með miklu fjöri. Eftir 3 mínútur á SR skot á markið sem er varið. Pökkurinn ratar aftur til leikmanns SR #19 Þórhalls Viðarssonar sem tekur fast skot í fjærhornið og kemur SR yfir 0-1. SR mættu gíraðir til leiks og er stemmingin á bekknum þeirra á þreifanleg. Rúmum 5 mínútum seinna kemst leikmaður SA #28 Unnar Rúnarsson, í gegnum glufu sem myndast í vörn SR og jafnar stöðuna 1-1. #6 Heiðar Jóhannsson fær skráð stoðsendingu.
Á 12 mínútu fór markmaður SA úr markinu til að spila pekkinum, sendingin endaði þó hjá leikmanni SR sem tók skot á autt markið. SA-ingurinn #25 Ingvar Jónsson náði að koma sér fyrir markið og varði skotið með skautanum sínum. Rétt eftir fær SA power play þar sem SR eru of margir á ísnum. SA nýtir sér það tækifæri. #2 Orri Blöndal og #5 Gunnar Arason koma pekkinum á # 19 Andra Mikaelsson sem neglir honum stöngin inn. Staðan orðin 2-1. Fjörug fyrsta lota.
Önnur lota
Önnur lota byrjar af krafti. Á 2 mínútu á SR skot á mark SA sem er varið, pökkurinn skilar sér til #20 Atla Sveinssonar, sem sendir hann áfram á # 28 Unnar Rúnarsson. Unnar er einn á móti markmanni SR og bætir í forskot SA 3-1. Leikurinn var í járnum eftir þetta. Mikill hasar og hraði. Lotunni líkur 3-1 SA í vil.
Þriðja lota
SR mæta í þriðju lotuna með eitt markmið, að sigra SA. Eftir 2 mínútur minnkar SR stöðuna í 3-2 þegar #14 Ómar Söndruson skorar eftir stoðsendingar frá #52 Gunnlaugi Þorsteinssyni og #8 Ævari Arngrímssyni. SR eru áberandi öflugri fyrri hluta lotunnar. Pökkurinn er meira og minna á svæði SA. Á 10 mínútu lotunnar sendir #20 Atli Sveinsson á #13 Una Sigurðarson, sem kemur SA í 4-2.
Restin af lotunni einkenndist af mikilli hörku. Bæði liðin eyddu dágóðum tíma í boxinu. SA nýtir síðasta power play sitt í leiknum og kemst 5-2 yfir þegar 1 mínúta og 30 sek eru eftir með marki frá #5 Gunnari Arasyni eftir sendingu frá #2 Orra Blöndal. Markatalan endurspeiglar ekki alveg hversu fjörugur og jafn leikur þetta var.
Úrslit 5-2 SA í vil
Deildarmeistarar krýndir
Að leiki loknum veitti Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, SA deildarmeistara bikarinn. Andri Mikaelsson, fyrirliði SA tók á móti bikarnum. Tveir leikir eru eftir í Hertz deild karla, en ljóst var fyrir nokkru að SA væri búið að tryggja sér titilinn.
Við hjá íshokkí.is óksum SA til hamingju með titilinn.