Æfingarleikur gegn Mexíkó – Heimsmeistaramót U18
Æfingarleikur gegn Mexíkó – Heimsmeistaramót U18
Í gærkvöldi mætti íslenska U18 landsliðið Mexíkó í æfingarleik í Skautahöllinni á Akuryeri. Eins og flestir vita verður heimsmeistaramót U18, þriðja deild; hópur A, haldið á Akureyri 12. – 18 mars. Deildin samanstendur af 6 liðum. Íslandi, Ísrael, Tyrklandi, Lúxemburg, Bosníu og Hersegóvinu og Mexíkó.
Ísland var með yfirhöndina fyrstu tvær loturnar og stjórnaði pekkinum meira og minna. Eftir fyrstu tvær loturnar var Ísland í forustu en Mexíkó kom stertk til baka í síðustu lotunni og endaði á því að sigra leikinn 4-5.
Margt jákvætt var hægt að sjá í leik Íslands. Það var mikil barátta í þeim allan leikinn og gekk vel fyrstu tvær loturnar. Eitthvað gekk þó brösulega í síðasta leikhlutanum sem þjálfarateymið mun skoða og reyna að stilla saman strengi á lokadegi fyrir mótið.
Fyrsti leikur Íslands á mótinu er einmitt á móti Mexíkó og því gott að fá æfingarleik gegn þeim.
Smelltu hér fyrir miðasölu á mótið! Stakur leikur kostar 2000 kr en hægt er að fá vikupassa, sem gildir á alla leiki mótsins, fyrir aðeins 6000 kr!
Hér að neðan má sjá leikjaplan Íslands:
ÍSL – MEX 12.03 – kl 20:00
ÍSL – BIH 13.03 – kl 20:00
ÍSL – TYR 15.03 – kl 20:00
ÍSL – LUX 16.03 – kl 20:00
ÍSL – ÍSR 18.03 – kl 18:00