Fyrsti dagur HM U18 á Akureyri
Fyrsti dagur HM U18 á Akureyri
Fyrsti dagur heimsmeistaramóts U18 er á enda. Öll liðin spiluðu á þessum degi en fyrst mættust Ísrael og Tyrkland.
Ísrael – Tyrkland
Það má alveg segja að mótið hafi farið afstað með hörku þegar Ísrael og Tyrkland mættust. Engin mörk voru skoruð í fyrsta leikhlutanum en boxin voru vel nýtt. Ísrael eyddi 6 mínútum af fyrstu 20 í boxinu, en Tyrkir voru aðeins rólegri með 2 mínútur í boxinu.
Snemma í öðrum leikhluta komust Tyrkir yfir eftir mark frá #16 Batuhan Demirhan af stuttu færi. Ekki urðu mörkin fleiri í leikhlutanum en mínúturnar í boxinu fóru fjölgandi. Tyrkir eyddur 6 mínútum í boxinu og Ísrael 4 mínútum.
Rúmum átta mínútum inn í þriðja leikhluta tókst Ísrael að jafna leikinn. #6 Nick Kreimerman skoraði með aðstoð frá #17 Guy Aharonovich og #13 Yahel Sharon. Ísraelsmenn fundu hressilega taktinn því aðeins 5 mínútum seinna komust þeir yfir eftir mark frá #4 Leon Shulman, en stoðsendingu átti #17 Guy Aharonovich. Önnur stoðsending Guy í leiknum. Ísraelsmenn voru ekki hætti og bættu við þriðja markinu sínu tvemur mínútum seinna. #5 Vasili Lysov átti markið fyrir Ísrael, með stoðsendingum frá #6 Nick Kreimerman og #19 Itay Kerner.
Fleiri urðu mörkin ekki, loka úrslit 3-1 fyrir Ísrael. Hægt er að horfa á þennan hörku leik á Youtube-rás ÍHÍ með því að smella hér. Leikskýrslu má nálgast hér.
Bosnía og Hersegóvina – Lúxemborg
Annar leikur dagsins var einnig fjörugur en þó var annað liðið með leikinn í höndum sér allan tíman. 5 mínútur voru rétt liðnar þegar #8 Ismael Silajdzic kom Bosníu og Hersegívinu yfir með stoðsendingu frá #21 Tarik Mrkva. Fjórum mínútum seinna var staðan orðin 2-0 eftir mark frá #23 Omar Puzic með stoðsendingu frá #17 Adnan Smajlovic.
Annar leikhluti var svipaður. #21 Tarik Mrkva gerði stöðuna 3-0 eftir spil með #17 Adnan Smajlovic og #12 Faris Capin þegar 7 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Rúmum 10 mínútm seinna var staðan orðin 4-0. #17 Adnan Smajlovic skoraði eftir sendingu frá #23 Omar Puzic.
Þriðji leikhlutinn var meira af því sama. Bosníu og Hersegóvinu menn mættu strax til leiks og komust 5-0 yfir með marki frá #16 Amar Bajramovic, stoðsending skráist á #11 Vasilije Vucinic. Ef ekki var búið að gera útaf við leikinn vildi Bosníu og hersegóvinu menn senda tóninn og skoruðu en eitt markið. #17 Adnan Smajlovic skoraði einn síns liðs.
Lokatölur 6-0. Hægt er að horfa á Bosníu og Hersegóvinu menn senda skýr skilaboð að þeir séu mættir til leiks með því að smella hér. Leikskýrslu má nálgast hér.