Spennandi loka mínútur
Spennandi loka mínútur
Fjörið hélt áfram fyrir norðan með seinni leik dagsins þegar SA mætti SR í Topp-deild kvenna.
Eins og síðasta leik sem liðin spiluðu var leikurinn gríðarlega jafn. SA komst yfir í snemma í fyrstu lotu með marki frá Herborgu Geirsdóttur. Leikmönnum var ekki jafn heitt í hamsi og félagar þeirra úr fyrri leiknum. Þó misstu SA konur tvo leikmenn af velli með stuttu milli bili. SRingum tókst ekki að nýta fjöldan í þetta skiptið. Anna Ágústsdóttir kom SA 2-0 yfir undir lok fyrsta leikhlutans með föstu skoti af löngu færi.
Annar leikhlutinn var frekar tíðinda lítill en jafn. Í þriðja leikhlutanum kom spennan upp. SA konur missa leikmann í boxið sem SR nær að notfæra sér með marki frá Gunnborgu Jóhannsdóttur og staðan orðin 2-1 með rúmar 10 mínútur eftir. Tæpar 2 mínútur eru til leiksloka þegar SA fær aðra refsingu og verða manni færri út leiktímann. SR tekur leikhlé og var möguleiki á að við færum í framlengingu, eins og síðast þegar liðin mættust. SR tóku markmann sinn út af og sóttu grimmt 6-4 en SA gerði vel í að verjast og náði að halda út þangað til bjallan gall.
Annar leikur í röð hjá þessum liðum þar sem spennan nær hámarki undir leikslok. Tæpur mánuður er þangað til að liðin mætast næst, 7. desember, og þá í Laugardalnum. Miðað við hversu mjótt munar á liðunum má búast við hörku leik.
Mörk og stoðsendingar
SA: Anna Ágústsdóttir (1,0), Herborg Geirsdóttir (1,0), Eyrún Garðarsdóttir (0,1), Silvía Björgvinsdóttir (0,1)
SR: Gunnborg Jóhannsdóttir (1,0)
Markmenn
Shawlee Gaudreault, SA, varði 30 af 31 skotum og Andrea Bachmann, SR, varði 25 af 27 skotum.