Skautafélag Akureyrar komið yfir í Íslandsmeistara einvíginu

Skautafélag Akureyrar komið yfir í Íslandsmeistara einvíginu

Birt: 07.04.2025Flokkar: Fréttir
Leikur_1_i_urslitum

Mynd tekin af FB síðu SA eftir sigur.

Úrslita­keppn­in í ís­hokkí karla hófst á laugardag, akkúrat viku seinna en ætlað var í fyrstu. Gömlu erkifjend­urn­ir í SA og SR átt­ust við í skemmtilegum leik sem leikin var á Ak­ur­eyri. SA vann leik­inn 7:4 og er þá með 1:0 for­ustu í ein­víg­inu.

Norðanmenn komust í 1:0 en SR svaraði fljótt með tveim­ur mörk­um og skoti í þverslá. Þetta tók aðeins broddinn úr leik noranmanna og á þessum kafla í fyrsta leikhluta virtist sem Reykjavíkurliðið væri með öll völd á ísnum. SA liðar hrukku þó í gang á ný og tókst þó að skora tvisvar á skömm­um tíma og staðan eft­ir fyrsta leik­hlut­ann var 3:2 fyr­ir Norðanmönnum í vil.

Ann­ar leik­hlut­i var mikill baráttu tími í leiknum þar sem bæði lið fylgdu fast eftir og mikill hraði og barátta einkenndi spilið. Eftir 13 mínútna baráttu var það fyrirliði SR Kári Arnarsson sem kom inn marki og jafnaði í 3:3. Skömmu síðar fékk SA gullið tæki­færi á að koma sér í for­ustu á ný. Þá missti SR tvo leik­menn í refsiboxið á sama augnabliki. Því voru Akureyringar með tvo í yfirtölu í heilar tvær mínútur en þeim tókst ekki að brjóta þriggja manna vörn SR á bak aftur. Það var svo á loka­mín­út­um leik­hlut­ans, nánar á kafla sem einugis var 2 mínútur og 20 sekúndur sem SA skoraði þrjú mörk, það síðasta á síðustu sekúndu leikhlutans. Staðan eftir annan leikhluta 6 – 3 fyrir SA. Segja má að Akureyringar hafi klárað leikinn á þessum 140 sekúndna kafla.

Heima­menn héldu for­skoti sínu í þriðja leikhluta en SR minnkaði mun­inn þegar rúm­ar fimm mín­út­ur lifðu leiks. Akureyringar skoruðu svo loka­mark leiks­ins á loka­mín­út­unni og 7 – 4 sigur staðreynd og þar með 1 – 0 staða í einvíginu. En það lið verður Íslandsmeistari sem fyrr vinnur 3 leiki.

Næst mæt­ast liðin i Reykja­vík á þriðju­dag í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:00

Mörk/ stoðsend­ing­ar:

SA: Gunn­ar Aðal­geir Ara­son 2/ 1, Uni Blön­dal 0/ 3, Baltas­ar Hjálm­ars­son 0/ 3, Unn­ar Haf­berg Rún­ars­son 2/ 0, Jó­hann Már Leifs­son 2/ 0, Atli Þór Sveins­son 1/ 1, Ró­bert Haf­berg 0/ 2, Orri Blön­dal 0/ 1.

SR: Ní­els Haf­steins­son 2/ 0, Kári Arn­ars­son 2/ 0, Þorgils Eggerts­son 0/ 2, Edu­ard Kascak 0/ 1, Alex Sveins­son 0/ 1, Sölvi Atla­son 0/ 1.

Refsimín­út­ur:

SA: 6 mín.

SR: 12 mín.

Nánari tölfræði má nálgast hér.