Einn á einn – Viktor Mojzyszek
Einn á einn – Viktor Mojzyszek
Næstur í einn á einn er Viktor Jan. Viktor er ungur Fjölnismaður en fyrir tímabilið flutti hann til Póllands að spila með MOSM Tychy U20. Þar áður hefði hann einungis verið hjá Fjölni auk þess að hafa spilað fyrir öll landsliðin karla megin.

Viktor í leik fyrir nýja liðið sitt MOSM tychi
-Fullt nafn:
Viktor Jan Mojzyszek
-Gælunafn:
Jan
-Aldur:
19 ára
-Staða á ísnum:
Varnarmaður
-Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokksleikinn þinn:
15 ára

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu í Topp deildinni
–Hver er og var fyrirmyndin þín:
Maks [Maksymilian Mojzyszek] stóri bróðir minn
-Uppáhalds matur eða matsölustaður:
Dominos
-Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik:
Peach bio steel
-Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd:
Suits og Dexter
-Uppáhalds tónlistarmaður eða hvaða lag kemur þér í gírinn:
Saint Pete
-Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest:
Insta
-Hver er fyndnasti í liðinu:
Hróar [Kristján Hróar Jóhannesson]
-Hver er verstur í að mæta á réttum tíma:
Hróar [Kristján Hróar Jóhannesson]
-Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna:
Þórir [Þórir Aspar]
-Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island:
Pétur [Pétur Egilsson]
-Hvernig kylfu spilar þú með:
Hyperlite 2
-Besti leikmaður sem þú hefur spilað með:
Emil [Emil Alengård]
-Besti þjálfarinn sem þú hefur haft:
Martin Struzinski
-Helsta afrek á ferlinum:
Annað sæti með A landsliðinu

Viktor hefur tekið þátt í 7 landsliðs verkefnum
-Hvaða hokkíreglu myndir þú breyta ef þú gætir:
Ekkert offside í OT
-Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú:
Fótbolta
-Til hvaða lands langar þig mest að fara:
Argentínu
-Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju:
Kristján [Kristján Hróar Jóhannesson] og Viggó [Viggó Hlynsson], væri fyndið að sjá Viggo ragebaita Kristján í síðasta skiptið



