Úrslitakeppni karla – Fyrsti leikur

Úrslitakeppni karla – Fyrsti leikur

DSC04086

Úrslitakeppni Hertz deildar karla hófst í kvöld þegar SA tók á móti SR fyrir norðan. Gríðarlega góð mæting var á leiknum og stemmingin í höllinni til fyrirmyndar.

Fyrsti leikhluti

Byrjun leikhlutans var gríðarlega jafn. Bæði liðin skiptust á að sækja og skjóta. Vörn og markvarsla hélt mörkunum hreynum hjá báðum liðum. Fyrsta færið kom á tíundu mínútu þegar víti var dæmt á SA. #51 Níels Hafsteinsson, leikmaður SR, tók vítið en #55 Jakob Jóhannesson varði í marki SA.

Rúmar 12 mínútur voru liðnar þegar SA komst inn á svæði SR. #10 Jóhann Leifsson sendi pökkinn á #44 Andra Sverrisson. Andri horfði vel yfir svellið og sá að #17 Halldór Sigurðsson var í kjörnu tækifæri fyrir framan mitt markið. Halldór fær sendinguna og neglir pekkinum í markið. Staðan 1-0 SA í vil.

Korter er liðið af leiktíma þegar SR notfærir sér að vera manni fleiri. #16 Heiðar Kristveigarsson sendir á #20 Jonathan Outma sem jafnar metin fyrir SR, 1-1. SA menn voru ekki ánægðir með þetta. 50 sekúndum eftir mark SR skorar #28 Unnar Rúnarsson eftir stoðsendingu frá #20 Atla Sveinssyni. 2-1 fyrir SA.

SR ætlar greinilega ekki að gefa neitt eftir og 2 mínútum seinna eru þeir búnir að jafna í 2-2. #22 Bjarki Jóhannesson skoraði og #12 Pétur Maack átti stoðsendinguna.

Fyrsta leikhluta lokið og staðan 2-2. Gríðarlega fjörugur leikhluti og stefnir í að næstu tvær verði ekki síðri.

Annar leikhluti

Eins og fyrri leikhlutinn byrjaði önnur lotan mjög jöfn. SR komst oft hratt upp á 1-2 varnamenn SA en náðu ekki að skora. Rúmar 7 mínútur voru liðnar þegar leikmaður SA gerðist brotlegur fyrir boarding, en leikmaður SR meiddist við höggið og lá í töluverðan tíma á svellinu. Á endanum var leikmanninum aðstoðað við að komast inn i klefa þar sem hlúið var að honum.

Þetta atvik kveikti í SR því 30 sekúndum eftir að leikurinn var flautaður aftur á skoraði #23 Kári Arnarsson í eftir stoðsendingu frá #18 Sölvar Atlasyni. Annað powerplay sem SR nýtir sér og komnir yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 2-3.

Loka 10 mínút leikhlutans snérist fyrst og fremst um vörn. Næði liðin misstu töluvert leikmenn í boxið og skiptust á powerplay. Það varð þó ekkert úr þeim tækifærum og endaði leikhlutinn því 2-3 fyrir SR.

Þriðji leikhluti

SA missir mann af velli þegar aðeins 1 mínúta er liðin af leikhlutanum. SR-ingar ætla ekki að missa fleiri powerplay mörk frá sér og skora þriðja powerplay markið sitt í leiknum. #40 Þorgils Eggertsson skoraði fyrir SR. #51 Níels Hafsteinsson og #22 Bjarki Jóhannesson fengu skráð á sig stoðsendingar.

SA var í bölvuðu basli með SR. 8 mínútur voru liðnar af leiknum þegar SR komst þremur mörkum yfir. #51 Níels Hafsteinsson náði að skora eftir mistök hjá SA-mönnum. Staðan orðin 2-5 fyrir SR.

SA tekur leikhlé. Leikurinn er flautaður á og SR missir mann fljótlega af velli. SA fær powerplay og tekst með fínu spiliað minnka muninn í 3-5. #10 Jóhann Leifsson sendir á #5 Gunnar Arason sem kemur pekkinum á #23 Hafþór Sigrúnarson, beint fyrir framan markið.

Eitthvað virðist þetta leikhlé hafa kveikt í SA mönnum og er orka kominn í þá. SR missir mann útaf þegar 10 mínútur eru eftir. SA menn ætla sér svo sannarlega að skora, og eiga nokkur góð skot, en markmaður SR, #29 Atli Valdimarsson, ver vel og halda hreinu.

SR tekur leikhlé þegar tæpar 8 mínútur eru eftir. Hitinn var farinn að aukast í leikinn og mögulega átti að kæla mannskapinn. Það gekk ekki betur en svo að þegar 2 mínútur og 30 sekúndur voru eftir brutust úr slagsmál bakvið mark SR. SR misstu tvo leikmenn af velli og SA einn leikmann fyrir slaginn.

Rúmar tvær mínútur voru eftir þegar SA tekur markmanninn útaf. SR-ingurinn #23 Kári Arnarsson stelur pekkinum af SA og skorar í autt markið. 3-6 staðan fyrir SR. SA taka markmanninn aftur út og ekki líður að löngu þangað til að #18 Sölvi Atlason stelur pekkinum, sendir á #11 Styrmi Maack sem skorar aftur í autt markið. 3-7 fyrir SR. Ekki verða mörkin fleirir.

Úrslit 3-7 fyrir SR!

Næsti leikur er á fimmtudaginn 23.03 klukkan 19:45 í Laugardalnum!