Hertz-deild karla – Gul veðurviðvörun í Egilshöll: Markaregn
Hertz-deild karla – Gul veðurviðvörun í Egilshöll: Markaregn
Ljósmynd: Gunnar Jónatansson
Það var sannkölluð veisla í Egilshöllinni í boði Fjölnis og SR. Fjölnir hefur styrkt sig eftir sumarið, t.a.m. með komu markvarðarins Kevin Mackey sem kemur frá Bandaríkjunum. Einnig hefur Emil Alengård snúið sér alfarið að þjálfara stöðunni.
Hilmar Sverrisson kom Fjölni yfir snemma í fyrstu lotu og þar stóð í fyrsta leikhléi.
Styrmir Maack jafnaði metin fyrir SR strax í byrjun annarar lotunnar. Á nokkra mínútna kafla komu 3 mörk á töfluna. Hilmar Sverrisson bætti við sínu öðru marki, 2-1 fyrir Fjölni. Fjölnir fékk dæmt víti 30 sekúndum seinna þar sem Viggó Hlynsson skoraði, 3-1. 30 sekúndum seinna skoraði Kári Arnarsson fyrir SR og lagaði stöðuna í 3-2 fyrir seinna leikhlé.
Petr Stepanek skoraði 2 mörk fyrir SR með stuttu millibili í þriðju lotunni og leit út fyrir að SR myndi sigra leikinn 3-4. En svo varð ekki því Hilmar Sverrisson fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok, 4-4, og því farið í framlengingu. Petr Stepanek kláraði sína eigin þrennu og sigraði leikinn fyrir SR.
Sannkallað markaregn í Grafarvoginum. Tvær þrennur, víti og framlenging.
Upptöku af leiknum er að finna á ÍHÍTV2 og leikskýrslu með því að smella hér.